Á síðasta leikári leysti Kassinn, hið nýja svið Þjóðleikhússins við Lindargötu, Litla sviðið af hólmi sem leiksvið, og nú hefur Litla sviðið hlotið nýtt nafn, Kúlan, og öðlast nýtt hlutverk fyrir leikhúsgaldur og leiklistaruppeldi. Vígslusýning Kúlunnar var sýning brúðusnillingsins Bernds Ogrodniks, Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, sem var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori. Umbreyting hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Síðasta sýning á Umbreytingu verður föstudaginn 1. desember kl. 20:00.