Leikfélag Fljótsdalshéraðs og Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum hafa sameinað krafta sína þennan veturinn og vinna nú að uppsetningu á Kardimommubænum eftir Torbjörn Egner. Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Björn Guðmundsson sem er landsmönnum að góðu kunnur m.a. fyrir leikstjórn kvikmyndanna Gauragangs og Astrópíu auk Áramótaskaupa síðustu fjögurra ára. Gunnar hefur einnig leikstýrt heilmörgum áhugaleiksýningum og setti upp sýninguna Góðverkin kalla! með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs árið 2009.

Við uppsetningu sýningarinnar var reynt að fara sem næst því útliti sem birtist í myndskreytingum Egners sjálfs á upphaflegu barnabókinni Folk og rövere i Kardemomme by sem kom út árið 1955. Æfingar hafa staðið yfir frá áramótum og um fimmtíu manns, á aldrinum 5 til 71 árs hafa komið að vinnunni.

Sýningar verða í Valaskjálf, sem hér segir:
Frumsýning lau. 2. mars kl. 15.00
2. sýning mið. 6. mars kl. 18.00
3. sýning lau. 9 mars kl. 15.00
4. sýning mið. 13. mars kl. 18.00
5. sýning fim. 14. mars kl. 18.00
6. sýning þri. 19. mars kl. 18.00
…með möguleika á áframhaldi eftir páska, ef vel gengur.

Miðapantanir eru í síma 867 1604.
Miðaverð er kr. 2000, ókeypis fyrir börn undir tveggja ára.