Föstudaginn 5. júní verður einleikurinn Djúpið frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Höfundur og leikstjóri verksins er Jón Atli Jónasson en leikari er Ingvar E. Sigurðsson. Djúpið er frásögn úr íslenskum veruleika sem lætur engan ósnortinn. Þetta er óður til allra þeirra fjölmörgu, íslensku sjómanna sem í gegnum aldirnar hafa haldið á djúpið. Bátur heldur úr höfn rétt fyrir dögun. Menn ýmist fleygja sér í koju eða halda sér vakandi á sígarettum, kaffi og veltingi. Enginn hefur minnsta grun um hvað er í vændum.

Verkið var heimsfrumsýnt í Oran Mor leikhúsinu í Glasgow í apríl síðastliðnum og var einn þekktasti leikari Skotlands, Liam Brennan, í aðalhlutverkinu. Viðtökur gagnrýnenda voru frábærar en Djúpið fékk fjórar stjörnur í The Scotsman.

Ekkert hlé er á sýningunni sem er um ein klukkustund.

Höfundur og leikstjóri: Jón Atli Jónasson
Leikari: Ingvar E. Sigurðsson
Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson

{mos_fb_discuss:2}