Elvis – leiðin heim er barnaleikrit fyrir alla fjölskylduna eftir Sigurð Ingólfsson var frumsýnt í Bragganum á Egilsstöðum þann 30. maí sl. í leikstjórn höfundar. Tónlistin í verkinu er samin og stjórnað af Magnúsi Helgasyni, fyrir utan Fangablús sem er íslensk útgáfa af Jailhouse Rock með Elvis Presley í útsetningu Magnúsar Helgasonar.

Leikritið fjallar um hundinn Elvis sem stingur af að heiman frá sér og hittir ýmis dýr á ferðum sínum. Honum er þó hugleiknast að komast heim til sín. Tónlistin tengir saman persónurnar í verkinu, sem vita það að án þess að eiga sitt lag, eru þau týnd. Börn og fullorðnir leika í verkinu, Elvis er leikinn af Sigurði Borgari Arnaldssyni.

Sýningar verða sem hér segir:
2. sýning þriðjudagur 2. júní kl. 20:00
3. sýning laugardagur 6. júní kl. 13:00
4. sýning laugardagur 6. júní kl. 17:00
5. sýning sunnudagur 7. júní kl. 15:00
6. sýning miðvikudagur 10. júní kl. 20:00
7. sýning sunnudagur 14. júní kl. 17:00
8. sýning miðvikudagur 17. júní kl. 17:00

Aðgangseyrir er kr. 1.000,- fyrir alla. (Ekki tekið við kortum)

Miðapantanir eru í síma 862-3465.

Athugið að mæta tímanlega á sýningu og ágætt að vera vel klæddur þar sem Bragginn er ekki upphitaður. Bragginn er staðsettur við hlið Sláturhússins á Egilsstöðum.

{mos_fb_discuss:2}