Nú er orðið ljóst hvaða námskeið verða í boði í Leiklistarskóla BÍL í sumar. Í boði verða eftirtalin námskeið:
Leiklist I – Kennari Aðalbjörg Árnadóttir, Leikritun II – kennari Árni Kristjánsson og Sérnámskeið fyrir leikara, kennari Rúnar Guðbrandsson.
Skólinn sem haldinn verður á Reykjum í Hrútafirði eins og undanfarin ár, stendur frá 8. – 16 júní.
Nánari upplýsingar um námskeiðin koma á næstu dögum. Opnað verður fyrir umsóknir 15. mars næstkomandi.