Leikfélagið Hugleikur frumsýndi leikritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu síðastliðið vor. Sýningin fékk frábæra dóma og mjög góða viðtökur, og af því tilefni hyggst félagið sýna fimm sýningar á verkinu í haust. Endurfrumsýningin verður sunnudaginn 24. september og sú síðasta föstudaginn 20. október.

systur5.jpgVerkið segir frá þremur systrum sem koma saman á æskuheimili sínu til að ganga frá innbúinu, en faðir þeirra liggur fyrir dauðanum. En eftir því sem þær róta dýpra í dótið birtist fortíðin. Gamlar erjur vakna, gleymdir atburðir rifjast upp og ekkert verður aftur eins og það var.

Fjórar af öflugustu leikkonum Hugleiks túlka persónurnar, þær Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Hulda B. Hákonardóttir, Jónína Björgvinsdóttir og Júlía Hannam. Leikstjóri er Þorgeir Tryggvason.

Systur hlaut þrjár viðurkenningar í árlegri verðlaunaafhendingu Leiklistarvefsins leiklist.is, var valin sýning ársins og leikrit ársins, auk þess sem tvær leikkvennanna urðu hlutskarpastar í valinu um leikkonur ársins í aðalhlutverki.

Sýningarnar verða í Möguleikhúsinu og í tilefni af viðfangsefni verksins njóta systur sérstakra vildarkjara og þurfa aðeins að greiða einn miða, óháð því hvað systrahópurinn er stór.