Leikarar eru 11 og með helstu hlutverk fara Hafdís Guðmundsdóttir, Aðalheiður Ásgeirsdóttir, Guðmundur Erlingsson og Viktoría Kristinsdóttir. Til gamans má geta þess að tvær dætur Viktoríu þær Þórey og Aðalheiður fara einnig með hlutverk í leiknum. Þórey sem er ung að aldri fór með eitt af aðalhlutverkum í sýningunni Galdra Lofti sem sýnd var fyrir áramót og vakti verðskuldaða athygli. Leikritið er sprenghlægilegur farsi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Stefnt er að frumsýningu um næstu mánaðarmót og verða sýningar auglýstar í sunnlennskum miðlum þegar nær dregur.
{mos_fb_discuss:2}