Tvær sýningar í viðbót verða hjá Leikhópnum Aldrei óstelandi á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar á Norðurpólum. Þær verða sunnudaginn 15. maí og þriðjudaginn 17. mai klukkan 20. Fjalla Eyvindur er ein magnaðasta ástarsaga íslensks leiksviðs og fjallar um stórar ástir og miklar fórnir, flókið samband karls og konu sem talar jafn mikið til okkar í dag og það gerði fyrir hundrað árum síðan. Þetta er óvenjuleg og einstök leikhúsupplifun í hráu rými.

„Ég sá eitt sinn í draumi tvær mannverur, eina lögmál var ást þeirra. Þau voru hvort annars spegill. Í þeim spegli gat ekkert dulist.“

Leikritið Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er byggt á samnefndri þjóðsögu og er ein af perlum íslenskra leikbókmennta. Þar segir frá Höllu ekkju í góðum efnum sem að ræður til sín vinnumanninn Kára. Þau fella hugi saman og hún gerir hann brátt að ráðsmanni sínum en Kári á sér leyndarmál sem að reynist þeim afdrifaríkt. Þegar Halla kemst að sannleikanum stendur hún frammi fyrir vali. Á hún að flýja til fjalla ásamt ástmanni sínum útskúfuð úr samfélaginu eða lifa áfram í öryggi án ástar?

Persónur og leikendur:
Halla: Edda Björg Eyjólfsdóttir
Kári: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Björn: Valdimar Örn Flygenring
Arnes: Bjartur Guðmundsson
Leikstjóri: Marta Nordal
Lýsing:  Björn Elvar Sigmarsson og Arnar Ingvarsson
Tónlist: Stefán Már Magnússon
Hljóðmynd: Elisabet Indra Ragnarsdóttir
Aðstoð við leikmynd og lýsingu: Rebekka A Ingimundardóttir
Aðstoð við hreyfingar: Steinunn Ketilsdóttir

Miðapantanir á midi.is, nordurpollinn.com og í síma 561 0021.

{mos_fb_discuss:2}