Leiklistarvefurinn er þjónustu- og upplýsingavefur Bandalags íslenskra leikfélaga. Vefurinn þjónar öllum þeim sem stunda leiklist á Íslandi í hvaða formi sem það er.

Bandalag íslenskra leikfélaga

er samtök áhugaleikfélaga á Íslandi, stofnuð árið 1950. Í samtökunum eru á milli 40-50 leikfélög sem starfa vítt og breitt um landið. Fjöldi einstaklinga í félögunum er u.þ.b. 4.000. Bandalagið rekur einu þjónustumiðstöð leiklistarinnar hérlendis og þjónar ekki einungis áhugaleikfélögum, heldur öllum þeim sem starfa að málefnum leiklistar á landinu. Þar eru seldar förðunarvörur og þar er að finna stærsta leikritasafn landsins. Starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar aðstoðar við útvegun sýningarleyfa og sér um innheimtu höfundargreiðslna, auk þess að veita ráðgjöf um ýmislegt sem við kemur leiklist. Bandalagið starfrækir Leiklistarskóla og heldur úti þessum vef, www.leiklist.is.

 

Bandalagið nýtur stuðnings Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í starfsemi sinni.

 

 

 

Að sækja um inngöngu í Bandalag íslenskra leikfélaga:

Félagið þarf að semja sér lög og kjósa sér stjórn. Gæta þarf þess að lögin stangist ekki á við lög Bandalags íslenskra leikfélaga, sjá hér að neðan. Sækja þarf um kennitölu hjá Hagstofunni. Senda síðan tölvupóst á netfangið info@leiklist.is þar sem óskað er inngöngu. Þar þarf að tilgreina stjórnarmenn, embætti þeirra, heimilsföng, símanúmer og netföng. Lög félagsins þurfa að fylgja. Inntökubeiðni er send stjórn Bandalagsins og hún afgreidd innan viku. Þegar inntökubeiðni hefur verið samþykkt þarf félagið að staðfesta aðild sína með greiðslu árgjalds.

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi

Bandalagið hefur sett sér verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í leiklistarstarfi. Reglurnar er að finna hér.

Þjónustumiðstöð og skrifstofa

Bandalagið rekur skrifstofu og þjónustumiðstöð að Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík. Sjá nánar hér.

Menningarstefna

Bandalagið hefur mótað sér Menningarstefnu og samþykkir Starfsáætlun fyrir hvert leikár.

Lög BÍL
Hér eru Lög Bandalagsins

Sameiningarsöngurinn

Já, og við eigum okkar söng….Allt fyrir andann.

Ársrit Bandalagsins

Á hverju ári eru teknar saman í ársrit helstu upplýsingar um starfsemi aðildarfélaga Bandalagsins. Ársritin er hægt að nálgast á PDF-formi hér fyrir neðan.

Ársrit 2023-2024

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2023-24.

Ársrit 2022-2023

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2022-23.

Ársrit 2021-2022

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2021-22.

Ársrit 2020-2021

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2020-21.

Ársrit 2019-2020

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2019-20.

Ársrit 2018-2019

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2018-19.

Ársrit 2017-2018

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2017-18.

Arsrit2018_Front-724x1024-1

Ársrit 2016-2017

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2016-17.

arsrti2_2016-210x300

Ársrit 2015-2016

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2015-16.

arsrti2_2016-210x300

Ársrit 2014-2015

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2014-2015.

Ársrit 2013-2014

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2013-2014.

Ársrit 2012-2013

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2012-2013.

BIL_Arsrit_forsidur_arsrit_2013small

Ársrit 2011-2012

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2011-2012.

Ársrit 2010-2011

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2010-2011.

Ársrit 2009-2010

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2009-2010.

Ársrit 2008-09

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2008-2009.

Ársrit 07-08

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2007-2008.

Ársrit 06-07

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2006-2007.

(u.þ.b. 2.2 MB)

Ársrit 05-06

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2005-2006.

Ársrit 04-05:

Fyrri hluti

Seinni hluti