ALLT  FYRIR  ANDANN

Það mælti mín móðir
Að mér skyldi kaupa
Fleyg af fegursta víni
En lát’eins og leikstjórinn
– lítið mig staupa’
En ég stressast svo þegar ég sýni.

Og botnlanginn brostinn
Og bévítans sárin
Í maganum, hvað ég er kvalinn
Og gómana gleypti’
En ég gat gegnum tárin
Brosað samt út í salinn.

Því ég er einskis dóttir, ég er einskis son
Ég er ykkar systkin, það er engin von
Í heiminum fyrir handan
Bandalagið
Sem elding leiftri inní mér
Mitt annað heimili er hér
Er allt fyrir andann
Bandalagið.

Og víst er að vörðinn
Við vandlega stöndum
Um menningararfinn okkar
Af hugsjónahita
Á hrollköldum ströndum
Íslands –  því leikhúsið lokkar

Sá grátur, sú gleði
Sá galdur að skapa
Fegurð oft furðu vekur
En ef ég er álitinn
Ærunni tapa
Af að leika er ljóst ég er sekur

Því ég er einskis dóttir, ég er einskis son…

Sigurlagið í samkeppni um besta sameiningarsönginn sem haldin var á Selfossi 1997
Lag: Oddur Bjarni Þorkelsson og Sigurður Illugason
Texti: Oddur Bjarni Þorkelsson

 

Allt fyrir andann, nótur