MENNINGARSTEFNA BANDALAGS ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA
Blómleg starfsemi og fjöldi leikfélaga hér á landi vitnar um að leiklistin er almenningseign. Stór hópur fólks, óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu, nýtir frítíma sinn í skapandi starf og vinnur saman að leiklist. Bandalag íslenskra leikfélaga vill vinna að þróun og eflingu leiklistar með því að:
– stuðla að uppbyggingu leiklistarstarfs í öllum byggðarlögum.
– gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í listinni og skapa því aðstöðu til að þroskast í menningarlegu og faglegu tilliti.
– stuðla að því að börn og ungingar kynnist leiklist, jafnt sem þátttakendur og áhorfendur.
– starfa með atvinnufólki að því markmiði að leiklistinni verði ætíð tryggð þroskavænleg skilyrði.
– stuðla að samskiptum og samvinnu leiklistaráhugafólks á norrænum og alþjóðlegum vettvangi.
– hvetja til að listrænn metnaður og virðing fyrir leiklistinni sé leiðarljós allra áhugaleikara.
– halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og í samneyti við annað fólk.