Fyrri vefir vikunnar
Vefur vikunnarHugleikur í Reykjavík fagnaði 20 ára afmæli þann 24. apríl og opnaði af því tilefni nýjan vef félagsins. Þar er að finna hafsjó af upplýsingum um starfsemi félagsins frá upphafi og þá einstaklinga sem að því hafa komið ásamt söngtextum úr leikritum og ýmislegt fleira. Sjón er sögu ríkari. Vefur vikunnar – Leiklistarnám á vefnum Vefur vikunnar býður nám í leiklist á vefnum. Í námsskránni kennir ýmissa grasa. Lítið á hana hér. Vefur vikunnarHotReview er bandarískur vefur helgaður leiklistargagnrýni og -umfjöllun. Þó hann sé nokkuð New-York-sentrískur er samt ýmislegt skarplegt skrifað þarna um ný leikrit, nýjar uppfærslur eldri verka og annað sem áhugamenn um leikhús nenna einir að lesa. Sjá vefinn hér.Vefur vikunnar – Playback TheatrePlayback Theatre er nokkurskonar félagssálfræðilegt leikhús sem gengur í stuttu máli út á að leiknir eru atburðir úr lífi áhorfenda. Fyrirbrigðið er lítt þekkt hérlendis en þeir sem vilja fræðast meira um það geta litið á vefinn International Playback Theatre Network. Vefur vikunnarÍ tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Ríkarði III eftir Shakespeare er vefur vikunnar helgaður þessum umdeilda kóngi. Eða nánar tiltekið félagsskap sem hefur það að markmiði að endurreisa mannorð hans, sem verk Shakespeares hefur átt stærstan þátt í að sverta síðastliðin fjögur hundruð ár. Vefur félagsins er efnisríkur mjög og þar er saga Rósastríðanna og Ríkarðs Plantagenet, hertoga af Glostri, rakin og leiðrétt. Lesið og sannfæristVefur vikunnar The Playwright’s Cooperative er félagsskapur leikskálda sem bjóða...
Sjá meira


