Leikið af lyst í Hallormstaðaskógi – Lárus gagnrýnir
Samfara ársfundi Bandalagsins á Hallormstað 9.-12. maí var haldin einþáttungahátíð. Lárus Vilhjálmsson segir sitt álit á þeim sýningum sem þar var boðið upp á. Hallormstaður er einn af þeim stöðum á Íslandi þar sem manni finnst maður vera í útlöndum. Það er svo mikið af trjám að maður sér varla fjöllin. Á sumrin er víst það heitt að fólk gengur um bert að ofan og þarna verður lognið svo mikið að manni líður eins og geimfara í lofttómi. Þetta gerir það að verkum að leiklist framin á slíkum stað verður um leið eitthvað framandi og það liggur við að maður fari að rabba við alla á dönsku eða ensku og jafnvel búast við einhverju finnsku exótísku dansverki ala Kaurismaki úti í skógi. Enn því var nú ekki að heilsa þarna í skógarkrikanum á Hallormstað. Flest verkin sem sett voru á svið voru svo rammíslensk að Dario Fo og Ayckburn voru alveg eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Og það var nú bara ansi skemmtilegt. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir leggja sig við skriftirnar nú til dags þrátt fyrir allt. Ég missti því miður af fyrsta verkinu á hátíðinni sem krakkarnir á Hallormstað fluttu á fimmtudagskvöldinu en fékk þó beint í æð það rosalegusta útvarpsleikrit sem ég hef heyrt í rútunni á leiðinni á Hallormstað. Í þessu leikriti ræddu tveir þáttastjórnendur við ólansmann sem hafði stolið fullt af...
Sjá meira