Author: lensherra

Leikið af lyst í Hallormstaðaskógi – Lárus gagnrýnir

Samfara ársfundi Bandalagsins á Hallormstað 9.-12. maí var haldin einþáttungahátíð. Lárus Vilhjálmsson segir sitt álit á þeim sýningum sem þar var boðið upp á.  Hallormstaður er einn af þeim stöðum á Íslandi þar sem manni finnst maður vera í útlöndum. Það er svo mikið af trjám að maður sér varla fjöllin. Á sumrin er víst það heitt að fólk gengur um bert að ofan og þarna verður lognið svo mikið að manni líður eins og geimfara í lofttómi. Þetta gerir það að verkum að leiklist framin á slíkum stað verður um leið eitthvað framandi og það liggur við að maður fari að rabba við alla á dönsku eða ensku og jafnvel búast við einhverju finnsku exótísku dansverki ala Kaurismaki úti í skógi.  Enn því var nú ekki að heilsa þarna í skógarkrikanum á Hallormstað. Flest verkin sem sett voru á svið voru svo rammíslensk að Dario Fo og Ayckburn voru alveg eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Og það var nú bara ansi skemmtilegt. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir leggja sig við skriftirnar nú til dags þrátt fyrir allt.   Ég missti því miður af fyrsta verkinu á hátíðinni sem krakkarnir á Hallormstað fluttu á fimmtudagskvöldinu en fékk þó beint í æð það rosalegusta útvarpsleikrit sem ég hef heyrt í rútunni á leiðinni á Hallormstað. Í þessu leikriti ræddu tveir þáttastjórnendur við ólansmann sem hafði stolið fullt af...

Sjá meira

Mergjaðir tónleikar í Mósó

Boðið var upp á tónleika leikhúsi þeirra Mosfellinga sunnudaginn 9 desember. Lalli Vill var þar og hafði þetta að segja. Það eru til margar tegundir skemmtikrafta og um jólin býðst upp á flestar sortirnar. Popparar landsins troða upp á ljósvökum og kringlum og  æðritónlistaróperuraularararnir þar og í kirkjunum. Það heyrist allskyns tónlist frá rappi til Johanns Sebastians Bach. En ein er tónlistin sem heyrist ekki oft í radíóviðtækjum og imbakössum landsmanna. Það er sú gleðitónlist sem ég heyrði sunnudaginn 9 desember í bæjarleikhúsi þeirra Mosfellinga í flutningi fjölda listamanna sem eiga rætur sínar í áhugaleikhúsi okkar íslendinga. Gleðitónlist sem...

Sjá meira

Í heimsókn hjá Hugleik

Hugleikur bauð fólki í heimsókn í Iðnó og þar voru allar sortir í boði. Hörður Sigurðarson fór og gæddi sér á veitingunum.  Hvorki meira né minna en „Sjö sortir“ voru á boðstólum þegar undirritaður leit í „heimsókn“ til Hugleiks í Iðnó í gærkvöldi. Sortirnar sjö voru afrakstur námskeiðs sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur þar sem unnið var með sjö einþáttunga eftir jafnmarga Hugleikara og jafnmargir Hugleikarar sem leikstýrðu verkunum. Rúnar Guðbrandsson hafði yfirumsjón með bakstrinum og sá til þess að ekkert brynni við. Það sem Hugleikur bauð upp á var ekki leiksýning í þeim skilningi og því ekki...

Sjá meira

Hinn eini sanni ofleikur

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir gamanleikritið Hinn eini sanni eftir Tom Stoppard í Hjáleigunni, Kópavogi.Ármann Guðmundsson hefur skrifað umfjöllun um sýninguna LEIKFÉLAG KÓPAVOGS Hinn eini sanni eftir Tom Stoppard Frumsýnt 20. október 2001 í Hjáleigunni Leikritið Hinn eini sanni Seppi (eða Hinn eini sanni eins og Leikfélag Kópavogs kýs að kalla það í þessari uppsetningu sinni) eftir Tom Stoppard hefur notið talsverðra vinsælda á meðal áhugaleikfélaga frá því að Guðjón Ólafsson þýddi það fyrir Litla leikklúbbinn á Ísafirði fyrir margt löngu. Á meðal annarra leikfélaga sem hafa glímt við þessa sakamálaparódíu má nefna Leikfélag Selfoss, Leikfélag Hafnarfjarðar og...

Sjá meira

Tíu eftirminnileg kvöld

„Góð leiksýning gleymist ekki svo glatt….“ Þorgeir Tryggvason rifjar upp sín eftirminnilegustu kvöld í leikhúsinu og setur upp topp tíu lista. Góð leiksýning gleymist ekki svo glatt. Reyndar geymast verulega vondar sýningar jafn lengi í minninu, illu heilli. En allavega, í tilefni af þessum gagnrýnendavef ákvað ég að líta um öxl og rifja upp tíu sýningar sem lifa í minninu af fyrrnefndu ástæðunni. Tíu eftirminnilegustu kvöld mín  í íslensku áhugaleikhúsi (í stafrófsröð sýninga): BLÓÐ HINNAR SVELTANDI STÉTTARHöfundur: Sam ShepardLeikstjóri: Viðar EggertssonLeikfélag Hafnarfjarðar 1991-92MÖGNUÐ uppfærsla á krefjandi verki. Firnasterkur leikhópur og drjúgur hluti hans að stíga sín fyrstu skref á...

Sjá meira

Nýtt og áhugavert