Tréhausinn 2003 – Óskarsverðlaun áhugaleiklistarinnar
Oft hefur Listamaðurinn ógurlegi reitt hátt til höggs en aldrei eins og nú. Nú er það hvorki meira né minna en Tréhausinn, óopinber heiðursverðlaun áhugaleiklistarinnar. Hver var besta sýningin? Bestu leikararnir? Besta handritið? Besta útlitið? Tréhausinn 2003 Mín prívat áhugaleikhúsverðlaun eftir Þorgeir Tryggvason Starfs míns vegna sé ég drjúgan hluta sýninga íslenskra áhugaleikfélaga. Af því tilefni, og vegna þess að senn er leikárið liðið og frumsýningum að linna, hef ég farið yfir það hvað mér þykir hafa tekist best í vetur. Ég hef því stofnað til verðlauna sem ég kýs af persónulegum ástæðum að kalla Tréhausinn. Enginn efnislegur verðlaunagripur verður afhentur, en þakkarræður óskast settar á spjallþræðina. Ég nota alvanalegt flokkakerfi Óskars frænda, með smá aðlögun að forsendum íslensks áhugaleikhúss. Einn sigurvegari í hverjum flokki, og nokkrir aðrir nefndir sem voru nálægt því og eiga skilið að á þá sé minnst. Allt er þetta til gamans gert, og ekki má gleyma því að bæði sá ég ekki allar sýningar vetrarins og eins kom ég að gerð sumra þeirra, og þær þar með úr leik. Þetta er fúlt fyrir Hugleik, en það verður að hafa það. Ég læt fylgja með lista yfir þær sýningar sem ég sá. En allavega, Tréhausinn hlýtur…. Besta sýning Fuglinn minn heitir fótógen Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurlands Leikstjóri Sigrún Sól Ólafsdóttir Þetta ómótstæðilega stefnumót Þriggja Systra, Máfsins og leikhópsins reyndist vera einhver sterkasta leiksýning sem ég...
Sjá meira