Erindi Guðjóns Sigvaldasonar á málþinginu Leikstjórn í áhugaleikhúsi 29.9. 2001
Ég var beðinn um að halda þetta erindi hérna vegna þess að ég er alltaf með kjaftinn uppi, hef skoðanir á öllu, er alltaf að skipta mér af. Stundum hafa skoðanir mínar vakið pirring, jafnvel reiði. Ég hef t.d. heyrt að ákveðið leikfélag á landinu hafi gefið út skotveiðileyfi á mig. So. Við búum við tjáningarfrelsi og þegar ég læt skoðanir mínar í ljósi eru þær ekki endilega réttar né réttmætar, þetta eru mínar skoðanir og ég skammast mín ekkert fyrir þær, enda hefur markmiðið hjá mér ævinlega verið að að reyna að bæta leiklistarstarfsemi í landinu. Við megum vera stolt af leiklistinni í landinu, við erum öll sprottin úr áhugahreyfingunni á einn eða annan máta. Við værum ekki að þessu ef við hefðum ekki áhuga á leiklist, jafnvel haldin ástríðu sem oft kemur okkur áfram í það að verða atvinnumenn í þessu fagi. Við þurfum öll að hafa metnað til að bera gagnvart hverju því verkefni sem við störfum að. Það á ekki að skipta máli um hvernig sýningu er að ræða, ef allir leggjast á eitt með að gera sitt besta gerast oftast kraftaverk. – gera áhugaleikfélögin nægilegar listrænar kröfur til leikstjóranna? Áhugaleikfélögin í landinu eru fjölmörg, gerólík og byggja á mismunandi grunni, reynslu og hefða í hverju leikfélagi fyrir sig. Því er ekki alltaf réttmætt að bera saman verkefnaval á milli félaganna. Það er ekki það...
Sjá meira


