Upp úr skúffunum hans leikfélagsins
Leikfélag Húsavíkur tók til í skúffunum sínum á dögunum og fann þar alls konar efnivið sem það setti á svið í Samkomuhúsinu sínu. Þetta var hin besta skemmtun. Samkoman var sett af ungum nemanda í Borgarhólsskóla, Davíð Helga Davíssyni sem gerði það af miklu öryggi. Hins vegar voru kynnar skemmtunarinnar þeir félagar Þorkell Björnsson betur þekktur sem Oggi og Jóhannes Sigurjónsson, oft kenndur við Víkurblaðið heitið og voru þeir skemmtilegir eins og þeirra er von og vísa. Þarna var boðið upp á ljóðalestur, voru það Anna Ragnarsdóttir og Sigurður Hallmarsson sem lásu ljóð, Anna las ljóð eftir sjálfa sig og Diddi eftir frúna frá Sandi í Aðaldal. Þau gerðu þetta vel, svo unun var á að hlusta. Reyndar las Hilda Kristjánsdóttir líka ljóð, eftir sjálfa sig og fannst mér sá þáttur ekki eiga alveg heima á þessari samkomu. Hún hefði líka mátt æfa sig ögn betur fannst mér en er greinilega ötul með ljóða-pennann. Sönglistinni var líka gerð skil á þessari samkomu, fyrstur á svið var söngsnillingurinn Aðalsteinn Júlíusson eða Addi lögga og söng hann eins og engill og ég vona bara að hann eigi eftir að stíga oftar á svið og syngja fyrir okkur. KK og Siggi sungu líka fyrir okkur, frumsamin lög og gerðu þeir það mjög vel, þeir eru alveg fantagóðir lagasmiðir líka. KK og Siggi eru Kristján Halldórsson og Kristján Þór Magnússon og svo auðvitað...
Sjá meira