Leikfélag Hafnarfjarðar setur í fluggírinn
Leikfélag Hafnarfjarðar heldur ótrautt áfram með sína einstöku „tilraun“, þ.e. að setja upp fimm leiksýningar í striklotu, þar sem fimm leikstjórar úr röðum félagsmanna fá að spreyta sig á verðugum verkum. Fjórða verkefnið í þessari uppsetningaröð, Birdy eftir Naomi Wallace, byggt er á samnefndri skáldsögu Williams Whartons var frumsýnt nú fyrir skemmstu. Leikstjóri er Ingvar Bjarnason og er þetta frumraun hans í leikstjórastólnum auk þess sem hann þýðir verkið og það alveg prýðilega. Það er skemmst frá því að segja að Ingvar virðist af frumraun sinni að dæma eiga fullt erindi í leikstjórastólinn, Birdy er að mati undirritaðs best heppnaða sýningin af þeim fjórum sem LH á að baki íþessari sýningalotu. Ingvari tekst (með dyggri aðstoð leikhópsins) að búa til fallega og heildstæða sýningu og vera verkinu trúr sem stundum hefur skort upp á í sýningunum í þessari uppsetningarlotu félagsins. Leikritið gerist á tímum Víetnamstríðsins og lýsir vináttu tveggja mjög ólíkra einstaklinga, Als og Birdy, sem eiga það þó sameiginlegt að vera utanveltu og búa við erfiðar heimilisaðstæður. Annars vegar gerist sagan á geðveikrahæli þar sem Birdy er vistaður eftir að hafa orðið fyrir áfalli á vígvellinum og Al er fenginn til að reyna að ná sambandi við hann að beiðni móður Birdys. Hins vegar segir frá æsku þeirra og hvernig Birdy verður sífellt heillaðri af fuglum. Þessum tveimur sögum er haganlega fléttað saman í leikgerðinni og þær styttingar...
Sjá meira


