Author: lensherra

Lóa tekur lagið

Taktu lagið Lóa er eitt fjölmargra verka Jims Cartwright. Þetta er að mörgu leyti átakanleg saga, og þó þótti mér það galli við handritið hversu miklar upplýsingar um samband persóna á milli eru látnar í té strax í upphafi. Mér hefði þótt betra að fá að sjá samskipti fólks þróast meira í gegnum sýninguna, heldur en að fá skilgreiningar á þeim að svo miklu leyti í gegnum texta strax í kynningu. Þó eru persónur verksins ágætlega teiknaðar og tekst Freyvangsmönnum vel að vinna úr þessum efnivið. Heilt yfir er sýningin ágætlega heppnuð. Leikarar standa allir fyrir sínu, þó svo að leikstjóri hefði e.t.v. mátt vinna betur úr löngum eintölum. Nokkuð var um að langar einræður yrðu einsleitar þar sem ekki var unnið mikið með áherslubreytingar innan þeirra og lögn sviðshreyfinga stundum óhrein. Leikarar stóðu sig með ágætum, að öðrum ólöstuðum átti María Gunnarsdóttir stjörnuleik sem hin hlédræga Lóa sem blómstraði síðan á sviðinu í söngatriðum. Guðrún Halla Jónsdóttir átti líka mjög góða spretti sem hin drykkfellda móðir hennar. Ekki skildi ég samt hvað útlitshönnuðir voru að spá. Tímasetning í leikmynd og búningum var sundurleit, leikmynd virtist eiga að gefa tilfinningu fyrir 5. eða 6. áratugnum, en búningar virtust vera samtíningur víða að, jafnvel var 9. áratugnum að bregða fyrir. (Og, hvað var klúbbeigandinn, og aðaltöffari sýningarinnar, að gera í allt of lítilli krumpugallapeysu? Ég bara spyr eins og fávís...

Sjá meira

Fjölskyldudrama og fjölmenning

Hugleikur frumsýndi sunnudaginn 6. mars, leikritið „Patataz“ eftir Björn M. Sigurjónsson í Stúdíó 4, nýju húsnæði við Vatnagörðum. Félagið hefur undanfarin ár sýnt flestar sinna uppsetninga í Tjarnarbíói sem er hefðbundið leikhús og það eru því eflaust nokkur viðbrigði að koma í „svartan kassa“ eins og þann sem er í Vatnagörðum. Ýmislegt er líka gert til að brjóta upp hið hefbundna samband áhorfenda og leikara. Áhorfendum er stillt upp í einskonar V sem hálfumlykur leikmyndina og persónurnar fara út og inn á milli armanna þannig að áhorfendur finna fyrir meiri nálægð en vaninn er á hefðbundnu sviði. Það hafði þau áhrif að hluta áhorfenda hefur eflaust fundist hann vera inni í stofu hjá fjölskyldunni. Leikmyndin er stílhrein og „steríl“, yfirborðið slétt og fellt sem tónar vel við samskipti fjölskyldumeðlima. Stúdíó 4 er spennandi húsnæði til leiksýninga og umtalsvert hentugra en t.d. Tjarnabíó að einu atriði undanskildu. Hljómburður er afar bágborinn og hafði það á köflum þau áhrif að heilu og hálfu setningarnar féllu niður, sérstaklega þegar mikið gekk á í sýningunni sem ósjaldan gerðist. Leikstjóri hefði gjarnan mátt leggja meiri vinnu í að bæta þetta atriði. Það er þó ekki mikið annað sem hægt er að setja út á hans vinnu því Patataz er þegar á allt er litið, afar vel sviðsett leiksýning. Patataz Fjölmenning er að verða mál málanna (les: í tísku) og „Patataz“ tæpir á ýmsum spurningum...

Sjá meira

Pólitísk ádeila í Borgarleikhúsinu

Ágætur leikhúsmaður segir á bloggsíðu sinni: „Opinions are like Assholes. Everybody’s got one“. Það eru orð að sönnu og það er heldur enginn hörgull á skoðunum í leikverkinu American Diplomacy sem Hið lifandi leikhús frumsýndi í Borgarleikhúsinu fimmtudagskvöld 24. febrúar. Meira að segja bregður fyrir rassgati undir lok sýningar og má kannski einhvern hátt má segja að það sé lýsandi fyrir sýninguna og styður kannski fyrrnefnda kenningu enn frekar. Í kynningu á verkinu American Diplomacy sem er skrifað af leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarsyni, er því lýst sem pólítískum gamanleik sem tekur á málefnum líðandi stundar. Vettvangurinn er Stjórnarráð Íslands þar sem landbúnaðarráðherrann Guðbjörn Halldórsson, tekst á við nýtilkomið hlutverk sitt sem eini eftirlifandi ráðherra ríkistjórnarinnar, í kjölfar þess að eitrað er fyrir ríkisstjórninni eins og hún leggur sig í matarveislu í bandaríska sendiráðinu. Ráðherrann sem skyndilega er orðinn æðsti maður þjóðarinnar nýtur „aðstoðar“ einkaritara og sérlegs aðstoðarmanns forsætisráðherra við að stýra þjóðarskútunni í þeim ólgusjó alþjóðlegra hryðjuverka og styrjalda sem heimurinn hefur velkst í undanfarin misseri. Þá eru samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin mjög til umfjöllunar í verkinu. Ekki er ætlunin að segja nánar frá söguþræðinum enda er hann sannast sagna frekar rýr. Í upphafi eru helstu persónur kynntar til sögunnar en síðan gerist nákvæmlega ekki neitt fram að hléi. Engin framvinda er í sýningunni fyrripartinn, ekkert plott í gangi, aðeins merkingarlítil samtöl aðalpersónanna sem virðast án sjánlegs tilgangs...

Sjá meira

Leikfélag Hafnarfjarðar setur í fluggírinn

Leikfélag Hafnarfjarðar heldur ótrautt áfram með sína einstöku „tilraun“, þ.e. að setja upp fimm leiksýningar í striklotu, þar sem fimm leikstjórar úr röðum félagsmanna fá að spreyta sig á verðugum verkum. Fjórða verkefnið í þessari uppsetningaröð, Birdy eftir Naomi Wallace, byggt er á samnefndri skáldsögu Williams Whartons var frumsýnt nú fyrir skemmstu. Leikstjóri er Ingvar Bjarnason og er þetta frumraun hans í leikstjórastólnum auk þess sem hann þýðir verkið og það alveg prýðilega. Það er skemmst frá því að segja að Ingvar virðist af frumraun sinni að dæma eiga fullt erindi í leikstjórastólinn, Birdy er að mati undirritaðs best heppnaða sýningin af þeim fjórum sem LH á að baki íþessari sýningalotu. Ingvari tekst (með dyggri aðstoð leikhópsins) að búa til fallega og heildstæða sýningu og vera verkinu trúr sem stundum hefur skort upp á í sýningunum í þessari uppsetningarlotu félagsins. Leikritið gerist á tímum Víetnamstríðsins og lýsir vináttu tveggja mjög ólíkra einstaklinga, Als og Birdy, sem eiga það þó sameiginlegt að vera utanveltu og búa við erfiðar heimilisaðstæður. Annars vegar gerist sagan á geðveikrahæli þar sem Birdy er vistaður eftir að hafa orðið fyrir áfalli á vígvellinum og Al er fenginn til að reyna að ná sambandi við hann að beiðni móður Birdys. Hins vegar segir frá æsku þeirra og hvernig Birdy verður sífellt heillaðri af fuglum. Þessum tveimur sögum er haganlega fléttað saman í leikgerðinni og þær styttingar...

Sjá meira

Leikfélag Sólheima

Formaður: Valgeir Fridolf Backman valgeir@solheimar.is 8556022 Ritari: Bragi Svavarsson bragi@solheimar.is 8556087 Gjaldkeri: Þorvaldur Kjartansson valdi@solheimar.is 8556088 Meðstjórnandi: Anika Beacker anika@solheimar.is Félagið starfar að Sólheimum í Grímsnesi...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur