Author: lensherra

Koddamadur

Alla jafna finnst mér mannvonska að skrifa leikrit sem tekur mikið meira en einnoghálfan klukkutíma að sýna. Venjulegast er afturendum áhorfenda farið að misbjóða leikhússætin eftir þann tíma. Aukinheldur sem nútímamannskepnan á erfitt með að halda athyglinni í mikið meiri tíma en tekur að sýna einn stjónvarpsþátt. Fínn Koddamaður  (Eða kannski er það bara ég. Veit það ekki alveg.) Þess vegna er alveg þrælskemmtileg tilbreyting þegar mönnum tekst að brjóta þessa kenningu algjörlega á bak aftur og halda manni spenntum og ánægðum á óþægilegu sætisbrúninni í næstum 3 tíma án þess að maður svo mikið sem reyni að líta á klukkuna. Þetta kom fyrir mig. Ég hef heyrt mikið og gott um leikskáldið Martin McDonagh og ber mikla virðingu fyrir mörgum sem að þessari sýningu koma. Þess vegna fór ég með alveg heilmiklar væntingar. Það er venjulega þá sem ég kem alveg bandpirruð út þar sem sýningar sem þannig er ástatt um standa engan veginn undir mínum risastóru væntingum. Ekki í þetta skipti, aldeilis. Leikritið er alveg svakalega gott. Maður hefur stanslaust áhuga á hvað gerist næst. Húmorinn er svartur og fyndinn. Í verkinu eru sagðar langar sögur, og það virkar. Sýningin dettur alls ekkert niður þó langir kaflar séu sagðar af sögumanni og myndskreyttar. Meira en að segjaða. Þýðingin pirraði mig ekki einu sinni neitt (og það gera þýðingar gjarnan). Hvert einasta orð í handritinu virkar. Það er...

Sjá meira

Uppreisn Æru á Reyðarfirði

Á Reyðarfirði, þann 20. apríl síðastliðinn frumsýndi Nemendafélag Grunnskóla Reyðarfjarðar í samvinnu við leikfélag Reyðarfjarðar leikritið Uppreisn Æru eftir Ármann Guðmundsson. Ég verð að viðurkenna að ég fór á sýninguna svolítið fordómafullur, eins og fólki er nú lagið að vera. Það var heimskulegt. Þetta er ein skemmtilegasta sýning sem ég hef séð lengi. Þarna stigu á svið grunnskólakrakkar og léku sér að texta sem gerir grín að sjónvarpsþáttum, hræsni og yfirborðsmennsku og hver einasti maður gerði sitt af innlifun og þeirri listrænu ástríðu sem á að einkenna góða sýningu. Það var auðsjáanlegt að fólkið á sviðinu vissi hvað það var að fara með. Leikstjórnin var alveg eins hún á að vera, það skorti engan sjálfstraust, hver rulla skipti máli. Þarna voru orðaleikir sem gerðu mann svolítið bjartsýnan um framtíð tungumálsins hjá þeim sem landið erfa. Þarna var metnaður og þor. Þarna var leikhús. Það væri eiginlega asnalegt að hrósa einstökum leikurum af því að allir voru svo góðir. Meira að segja pínulítil hlutverk voru trúverðugleg. En samt, aðalhlutverkin voru í afskaplega góðum höndum hjá Evu Laufeyju Hermannsdóttur og Magnúsi Karli Ásmundssyni. Og það sem var einna skemmtilegast að sjá, var hvernig þau, eins og aðrir, urðu meiri manneskjur eftir því sem leið á sýninguna. Hjördís Helga Þóroddsdóttir ljómaði sem söluvænlegi sálfræðingurinn og Nathaniel Paul Kelly var dásamlega neikvæður og persónufælinn. Páll Jóhannesson átti stórfenglega takta í hlutverki píanóleikarans (Yfirgefin?...

Sjá meira

Riðið inn í sólarlagið

Hedonismi er orð sem lýsir kannski vel nútímaþjóðfélagi þar sem aðaleftirsókn mannskepnunnar virðist vera að öðlast sem mesta gleði eða nautn. Þetta orð lýsir líka verki þeirra Kláusa “Riðið inn í sólarlagið”. Þar keppast allar persónurnar við að öðlast sem mesta nautn hvort sem það er á sviði kynlífs, áfengis eða söfnun efnislegra gæða. Þetta verk Önnu Reynolds sem er breskt leikskáld, er byggt upp af stuttum svo til ótengdum atriðum sem fjalla um líf nokkurra para sem eru að reyna höndla hamingjuna hvert á sinn máta. Þarna mátti til að mynda sjá parið sem var að reyna hressa upp á kynlífið, parið þar sem brennivínið var að leggja allt í rúst og parið sem var að reyna koma sér þaki yfir höfuðið með kynlífið að vopni. Umfjöllun um þetta viðfangsefni er auðvitað góð og gild en því miður tekst höfundi ekki marka sér skýra sýn eða útgangspunkt og niðurstaðan verður eiginlega eins og að horfa á áramótaskaupið. Fjöldi af stuttum senum, sumum drepfyndnum, sumum sorglegum og öðrum leiðinlegum. Og eins og áramótaskaupið þá skilur þetta verk ekki mikið eftir nema kannski eitt og eitt atriði. Leikstjórn þeirra Odds Bjarna Þorkelssonar og Ólafs Jens Sigurðssonar. er fín og tekst þeim vel að stýra leikhópnum í skemmtilegri leikmynd Sirru Sigrúnar. Þeir hefðu þó mátt skerpa og undirbyggja betur dramatískari atriði verksins, eins og t.a.m. atriði drykkjusjúku konunnar. Leikhópunum tekst afar...

Sjá meira

Tilbrigði við sjófugl

Stúdentaleikhúsið frumsýndi um miðjan mars leikritið “Tilbrigði við sjófugl”, en lagðist í dvala um tíma vegna þess að bæta þurfti úr brunavarnarmálum í annars skemmtilegu húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar við Hólmaslóð. Stúdentaleikhúsið fór á flug um miðbik vetrar með samfélagsádeilunni “Þú veist hvernig þetta er” og flýgur nú um hugmyndaheim Tsjekhovs. Unnið er með efnivið og persónur úr verkum Antons Tsjekhovs. Fjallað er um ástríður manna, vonir þeirra og þrár. Hvað eru lífsgæði, hvað er það í lífinu sem hefur raunverulegt gildi? Hvernig á maður að verja ævinni eða hvernig hefði maður átt að verja ævinni? Konstantín þráir ást og virðingu móður sinnar sem elskar ekkert annað en frægðina og hið veraldlega. Hann þráir viðurkenningu fyrir listsköpun sína og er ástfangin af Nínu, en Nína elskar Alex. Massja elskar aftur á móti Konstantín en kennarinn Símon elskar Mössju. Eftir stendur óendurgoldin ást og ófullnægðir einstaklingar. Hugmyndin að baki verkinu á því fullt erindi við samtímann. Textinn er þjáll og auðmeltur en úrvinnslunni á annars ágætum efnivið er ábótavant. Senurnar eru tilbreytingalitlar og virka einhæfar þegar á líður. Inn á milli er flutt tónlist sem styður söguna. Lögin eru úr ýmsum áttum, öll þekkt og vísar ýmist texti eða laglína til aðstæðna hverju sinni. Helsti styrkur sýningarinnar er án efa leikhópurinn sjálfur. Leikararnir eru öruggir í túlkun og hreyfingum og textameðferð er í flestum tilvikum mjög góð svo sagan kemst vel til...

Sjá meira

Síðdegi í garðinum

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Dýragarðssögu eftir Edward Albee í leikstjórn Halldórs Magnússonar síðastliðinn laugardag. Sýningin er sú fimmta í röðinni sem félagið frumsýnir á yfirstandandi leikári og undirritaður hefur áður lýst aðdáun á þeim krafti og kjarki sem speglast í þessu framtaki félagsins þó segjast verði að gæði sýninganna hafi verið upp og ofan. Þó í mikið hafi oft verið ráðist og stundum jafnvel meira en efni stóðu til er víst að félagið mun njóta þessarar dirfsku á komandi árum. Leikarar, leikstjórar og aðrir úr röðum félagsmanna hafa oftar en ekki þreytt frumraun og hlotið eldskírn á áður ókunnu sviði og mikið hefur verið lagt inn í reynslubankann. Dýragarðssaga er sennilega smæst í sniðum af þessum sýningum. Leikarar eru aðeins tveir og umgjörðin afar einföld, svo til bara tveir bekkir í almenningsgarði. Þar með er þó ekki sagt að verkið sé einfalt í uppsetningu, þvert á móti; það er ekki síst vegna einfaldleika aðstæðna sem verkið gerir miklar kröfur til leikstjóra og ekki síður leikara. Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikur ólíkindatólið Jerry sem hittir hinn „venjulega“ borgara Peter í almenningsgarðinum og hristir verulega upp í honum. Guðmundur gerir margt vel í túlkun á Jerry og á stundum nær hann að láta glitta í einmanaleikann og kvölina sem býr á bak við töffaragrímuna. Heilt yfir er Jerry þó fulleinsleitur til að ná almennilega til manns. Meiri vídd í persónu hans hefðu gert...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur