Koddamadur
Alla jafna finnst mér mannvonska að skrifa leikrit sem tekur mikið meira en einnoghálfan klukkutíma að sýna. Venjulegast er afturendum áhorfenda farið að misbjóða leikhússætin eftir þann tíma. Aukinheldur sem nútímamannskepnan á erfitt með að halda athyglinni í mikið meiri tíma en tekur að sýna einn stjónvarpsþátt. Fínn Koddamaður (Eða kannski er það bara ég. Veit það ekki alveg.) Þess vegna er alveg þrælskemmtileg tilbreyting þegar mönnum tekst að brjóta þessa kenningu algjörlega á bak aftur og halda manni spenntum og ánægðum á óþægilegu sætisbrúninni í næstum 3 tíma án þess að maður svo mikið sem reyni að líta á klukkuna. Þetta kom fyrir mig. Ég hef heyrt mikið og gott um leikskáldið Martin McDonagh og ber mikla virðingu fyrir mörgum sem að þessari sýningu koma. Þess vegna fór ég með alveg heilmiklar væntingar. Það er venjulega þá sem ég kem alveg bandpirruð út þar sem sýningar sem þannig er ástatt um standa engan veginn undir mínum risastóru væntingum. Ekki í þetta skipti, aldeilis. Leikritið er alveg svakalega gott. Maður hefur stanslaust áhuga á hvað gerist næst. Húmorinn er svartur og fyndinn. Í verkinu eru sagðar langar sögur, og það virkar. Sýningin dettur alls ekkert niður þó langir kaflar séu sagðar af sögumanni og myndskreyttar. Meira en að segjaða. Þýðingin pirraði mig ekki einu sinni neitt (og það gera þýðingar gjarnan). Hvert einasta orð í handritinu virkar. Það er...
Sjá meira


