Author: lensherra

Álagabærinn á Reyðarfirði

Laugardaginn 6. nóvember síðastliðinn frumsýndi Leikfélag Reyðarfjarðar leikritið Álagabærinn eftir Ármann Guðmundsson. Leikritið gengur mikið út á stutt atriði, mörg með söng. Þetta gerði það að verkum að mér fannst ég á stundum vera að horfa á þorrablót og varð eitthvað hvumpinn á tímabili. Eftir sýninguna sá ég svo í leikskrá að Ármann Guðmundsson segir í stuttum pistli „…að þegar verkið fór að taka á sig mynd, var það í hálfgerðum þorrablótsstíl. Áherslan er lögð á skemmtigildið en þættir eins og sagnfræðilegt heimildargildi og fagurfræðileg uppbygging voru látnir mæta afgangi.“ Á margan hátt er þetta afskaplega raunsönn lýsing á þessari sýningu. Þarna eru farsakennd atriði með tilheyrandi hlaupum, ýktar persónur og svipbrigði í stíl við það. Kannski er það einmitt grunnhugsunin á bak við þetta verk, einhverskonar ýkjugrín. Mér finnst það sosum allt í lagi, einmitt á þorrablóti, en kannski ekki viðeigandi á leiksviði. Leikarar stóðu sig þó vel í þessu verki, pössuðu inn í þennan söguþráð og voru á sinn hátt passlega klisjulegir. Grósserinn Þjóðólfur var skemmtilegur og söng einna best af þeim sem voru í þessum hluta sýningarinnar. Kengbeinn, bæjarstjóri, var vandræðalegur eins og hann hefur átt að vera í meðförum Gunnars Theodórs Gunnarssonar. Elías Geir og Fjóla Sverrisdóttir voru fín sem fólkið sem bíður og bíður og reynir svo að smella sér á auðfenginn skyndigróða með viðeigandi afleiðingum. Gunnar Ragnar Jónsson var mælingamaðurinn Styrmir Álsson og...

Sjá meira

Að aflokinni stuttverkahátíð

Stuttverkahátíðin Margt smátt fór fram í Borgarleikhúsinu laugardaginn 23. október síðastliðinn, annað árið í röð. Þessi litla leiklistarhátíð er einstæð í íslensku leiklistarlífi og þótt víðar væri leitað. Það vekur því nokkra furðu að varla nokkur utanaðkomandi sást á staðnum og gestir voru að miklu leyti vinir og vandamenn þeirra sem sýndu. Að einhverju leyti verður það að skrifast á takmarkaða kynningu en það verður þó að nefna að markpóstur fór nokkuð víða og fréttir birtust í öllum helstu fjölmiðlum. Ljóst er þó að hægt er að gera betur í kynningarmálum hátíðarinnar. Stuttleikjaformið Uppsetningar stuttverka eru alls ekki jafn algengar meðal félaga í BÍL og af er látið en það breytir því þó ekki að nokkur félög hafa sinnt þessu leiklistarformi vel undanfarin ár og einnig má nefna að stuttverkahátíðir af ýmsum toga hafa verið haldnar annað hvert ár í tengslum við aðalfund Bandalagsins, allar götur síðan árið 1992. Áhugafélögin hafa því gert þetta leikhúsform að sínu og það er missir atvinnugeirans að meðlimir hans hvorki spreyta sig á forminu né fylgjast með meðhöndlun áhugafélaganna á því. Valið Töluvert hefur verið skrafað um val sýninga í ár eins og eðlilegt má teljast. Það fer einfaldlega ekki hjá því að val á leiklistarhátíðir sé umdeilt og var svo einnig nú. Hátíðin í fyrra sætti nokkurri gagnrýni, m.a. frá undirrituðum og var það fyrst og fremst vegna þess að ekki virtust...

Sjá meira

Skálkastríð í Valaskjálf

Ég minnist þess þegar ég í bernsku sá bíómyndina Bugsy Malone, hvað mér þótti hún ofboðslega skemmtileg. Bæði þótti mér hún fyndin og svo var tónlistin sérlega grípandi og góð. Því miður gafst mér ekki kostur að sjá verkið á sviði fyrr en eftir að ég komst til vits og ára en get vel ímyndað mér að það sé mjög spennandi fyrir yngri kynslóðina með sínum rjómatertubardögum, gangsterum og ofurpíum. Ég sá hins vegar uppsetningu Guðjóns Sigvaldasonar á verkinu með unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar fyrir u.þ.b. áratug og skemmti mér að mig minnir ágætlega. Það var því gaman að fá tækifæri til að sjá aðra uppsetningu hjá Guðjóni, í þetta sinn hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Það er örugglega ekki oft sem jafn margir hafa stigið á svið í einni leiksýningu hér á landi eins og í Valaskjálf á laugadagskvöldið því alls eru leikarar í Bugsy Malone 59, auk fimm manna hljómsveitar. Það var því oft þröngt á þingi og óreyndir leikararnir kannski ekki alltaf algjörlega einbeittir á sviðinu frekar en við var að búast. Guðjón hefur líka greinilega nokkrum sinnum gefið grænt ljós á grófan senuþjófnað einstakra leikara sem voru oftar en ekki fyndnir en tóku jafnframt alla athygli frá því sem raunverulega var að gerast í sýningunni. Þrátt fyrir ágæta umferðarstjórnun leikstjóra var aðeins um það að senuskiptingar drægjust á langinn en eflaust var það að mestu leyti tilfallandi og...

Sjá meira

Fínn mánaðarskammtur hjá Hugleik

Hugleikur hefur nú um nokkurra ára skeið staðið fyrir einþáttunga- og stuttverkasýningum undir nafninu “Þetta mánaðarlega”. Þarna hefur fjöldi höfunda, leikara og leikstjóra úr félaginu fengið tækifæri til að spreyta sig á styttri verkum sem bera littla eða enga fjárhagslega áhættu. Þarna er hægt að taka áhættu í verkefnum, leikurum og leikstjórn. Þrátt fyrir það hafa gæði þessara mánaðarlegu stuttverkasýninga verið ansi góð eða allavega sem ég hef séð og það á líka við um dagskrána sem ég sá í Kaffileikhúsinu síðastliðinn sunnudag. Áður en ég byrja að fjalla um hvert og eitt verk þá langar mig aðeins að pirra mig á umgjörð dagskrárinnar. Kaffileikhúsið er afar óhentugt til leiksýninga og margir áhorfenda sjá lítið eða ekkert á svið. Þetta á eiginlega við allar leiksýningar og dagskrár sem ég hef séð þarna og á ekki aðeins við um sýningar Hugleiks. Vegna lítillar lofthæðar er nær ómögulegt að lýsa almennilega og hljómburður er ekki góður. Það eina sem Kaffileikhúsið hefur með sér er afar góður andi sem er fínn ef maður situr þar og sötrar bjór í góðra vina hópi. En það að fjöldi leikhópa í Reykjavík skuli sýna í þessu plássi sýnir aðstöðuleysið í borginni fyrir uppákomur að þessari stærð. En aftur að sýningunni. Hugleikur bar nú á borð 6 einþáttunga eða stuttverk eftir jafnmarga höfunda og þar af voru tveir höfundanna að stíga sín fyrstu skref. Fyrsta verkið...

Sjá meira

Beisk tár Petru von Kant

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Beisk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder laugardaginn 4. september. Fassbinder, einn af þekktari kvikmyndaleikstjórum Þjóðverja, var fjölhæfur listamaður sem virðist hafa fengið leikritunardellu á árunum 1968 til 1971 þegar hann skrifar flest leikrita sinna. Af þeim eru Beisk tár Petru von Kant með þekktari. Leikritið vakti mikil viðbrögð þegar það var sýnt fyrst, aðallega vegna opinskárrar sýnar á samkynhneigð kvenna. Það sjónarhorn á verkið hefur með tímanum mikið til misst slagkraft sinn og Lárus Vilhjálmsson leikstjóri fer sennilega rétta leið með því að leggja ekki sérstaka áherslu á þann þátt verksins. Það sem eftir stendur er saga um ást og ástarsorg og þó kannski fyrst og fremst ástarvald eða hvernig ástin er notuð af þeim elskuðu til að kúga þá sem elska og hvernig ástarvaldið er notað sem tæki til að ná frama í lífinu. Verkið er að mati þess sem hér skrifar ekki ýkja merkilegt í sjálfu sér en þó er ekkert sem segir að ekki megi gera sterka og áhrifamikla sýningu úr því. Saga Petru og óendurgoldinnar ástar hennar hefur burði til að snerta streng í brjósti áhorfenda en því miður nær hún því ekki í þessari sýningu LH. Til að sýningin nái til þeirra sem á horfa er nauðsynlegt að þeir trúi því að þær tilfinningar sem leikararnir tjá séu sannar. Aðallega á þetta við um persónu Petru enda speglast...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 8 May, 9 May, 12 May: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert