Author: lensherra

Pólitísk ádeila í Borgarleikhúsinu

Ágætur leikhúsmaður segir á bloggsíðu sinni: „Opinions are like Assholes. Everybody’s got one“. Það eru orð að sönnu og það er heldur enginn hörgull á skoðunum í leikverkinu American Diplomacy sem Hið lifandi leikhús frumsýndi í Borgarleikhúsinu fimmtudagskvöld 24. febrúar. Meira að segja bregður fyrir rassgati undir lok sýningar og má kannski einhvern hátt má segja að það sé lýsandi fyrir sýninguna og styður kannski fyrrnefnda kenningu enn frekar. Í kynningu á verkinu American Diplomacy sem er skrifað af leikstjóranum Þorleifi Erni Arnarsyni, er því lýst sem pólítískum gamanleik sem tekur á málefnum líðandi stundar. Vettvangurinn er Stjórnarráð Íslands þar sem landbúnaðarráðherrann Guðbjörn Halldórsson, tekst á við nýtilkomið hlutverk sitt sem eini eftirlifandi ráðherra ríkistjórnarinnar, í kjölfar þess að eitrað er fyrir ríkisstjórninni eins og hún leggur sig í matarveislu í bandaríska sendiráðinu. Ráðherrann sem skyndilega er orðinn æðsti maður þjóðarinnar nýtur „aðstoðar“ einkaritara og sérlegs aðstoðarmanns forsætisráðherra við að stýra þjóðarskútunni í þeim ólgusjó alþjóðlegra hryðjuverka og styrjalda sem heimurinn hefur velkst í undanfarin misseri. Þá eru samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin mjög til umfjöllunar í verkinu. Ekki er ætlunin að segja nánar frá söguþræðinum enda er hann sannast sagna frekar rýr. Í upphafi eru helstu persónur kynntar til sögunnar en síðan gerist nákvæmlega ekki neitt fram að hléi. Engin framvinda er í sýningunni fyrripartinn, ekkert plott í gangi, aðeins merkingarlítil samtöl aðalpersónanna sem virðast án sjánlegs tilgangs...

Sjá meira

Leikfélag Hafnarfjarðar setur í fluggírinn

Leikfélag Hafnarfjarðar heldur ótrautt áfram með sína einstöku „tilraun“, þ.e. að setja upp fimm leiksýningar í striklotu, þar sem fimm leikstjórar úr röðum félagsmanna fá að spreyta sig á verðugum verkum. Fjórða verkefnið í þessari uppsetningaröð, Birdy eftir Naomi Wallace, byggt er á samnefndri skáldsögu Williams Whartons var frumsýnt nú fyrir skemmstu. Leikstjóri er Ingvar Bjarnason og er þetta frumraun hans í leikstjórastólnum auk þess sem hann þýðir verkið og það alveg prýðilega. Það er skemmst frá því að segja að Ingvar virðist af frumraun sinni að dæma eiga fullt erindi í leikstjórastólinn, Birdy er að mati undirritaðs best heppnaða sýningin af þeim fjórum sem LH á að baki íþessari sýningalotu. Ingvari tekst (með dyggri aðstoð leikhópsins) að búa til fallega og heildstæða sýningu og vera verkinu trúr sem stundum hefur skort upp á í sýningunum í þessari uppsetningarlotu félagsins. Leikritið gerist á tímum Víetnamstríðsins og lýsir vináttu tveggja mjög ólíkra einstaklinga, Als og Birdy, sem eiga það þó sameiginlegt að vera utanveltu og búa við erfiðar heimilisaðstæður. Annars vegar gerist sagan á geðveikrahæli þar sem Birdy er vistaður eftir að hafa orðið fyrir áfalli á vígvellinum og Al er fenginn til að reyna að ná sambandi við hann að beiðni móður Birdys. Hins vegar segir frá æsku þeirra og hvernig Birdy verður sífellt heillaðri af fuglum. Þessum tveimur sögum er haganlega fléttað saman í leikgerðinni og þær styttingar...

Sjá meira

Leikfélag Sólheima

Leikfélag Sólheima: Formaður: Dagný Davíðsdóttir dagny@solheimar.is 8556015 Gjaldkeri: Þorvaldur Kjartansson valdi@solheimar.is 8556088 Ritari: Hallbjörn V. Rúnarsson hallivalli@solheimar.is 8556019 Félagið starfar að Sólheimum í Grímsnesi...

Sjá meira

Ódauðlegt sjónarspil og upplifun í Kópavogi

Ég ætla að byrja þessa umfjöllun á því að gefa Memento Mori Hugleiks og Leikfélags Kópavogs fjórar stjörnur fyrir alveg hreint frábæra sýningu. Og Ágústa Skúladóttir er besti leikstjóri landsins. Enn einu sinni sannar hún það að hún klikkar ekki. Þrá mannsins eftir ódauðleikanum og samskipti hans við dauðann hefur verið yrkisefni listamanna frá örófi alda og á alltaf jafnmikið erindi við okkur eins og í fyrndinni. Leikhópur, leikstjóri , hugmyndasmiðir og Hrefna Friðriksdóttir höfundur Memento Mori ákveða að skoða hóp fólks á óræðum stað sem á það sameiginlegt að vera ódauðlegt. Og þegar dauðinn raskar ró þeirra vilja þau svör. Þessi aðferð gerir það að verkum að hægt er að velta upp ýmsum heimspeki og trúarlegum spurningum um tilvist mannsins í bland við baksögu persónanna sjálfra. Hægt er að ferðast um allan heiminn á örskoti og það er allt jafn rökrétt og dauðinn sjálfur. Í meðförum Memento Mori hópsins er þetta ferðalag bæði sorglegt og sprenghlægilegt. Maður hlær og á næsta augnabliki blika tár í auga. Hópur Leikhópurinn sem Hugleikur og Leikfélag Kópavogs hafa sett saman í þessa sýningu er tvímælalaust einn sá besti í íslensku leikhúsi í dag og þarna er stórkostlegt að sjá hvernig leikstjórinn nýtir sér styrkleika hvers einstaks leikara til hagsbóta fyrir sýninguna. Hver einasti leikari skapaði sannferðuga persónu sem maður sér ljóslifandi fyrir sér í kvöl hinnar eilífu tilveru. Það er til lítils...

Sjá meira

Háð á heimsmælikvarða

Þegar ég fyrir nokkrum dögum stóð og horfði á sýningu Stúdentaleikhússins á “Þú veist hvernig þetta er” velti ég fyrir mér afhverju ég væri ekki búinn að sjá svona sterka pólitíska satíru fyrr í íslensku leikhúsi. Ég man varla eftir neinu svona síðan á áttunda áratugnum. Afurðir ljósvakamiðlanna á þessu sviði hafa verið frekar í ætt við lélega þorrablótsskemmtun en snarpa þjóðfélagssatíru. Þótt að að þeir Spaugstofumenn hafi á stundum náð nokkrum hæðum , sérstaklega á fyrri árum sínum þá eru þeir, fyrirgefið orðbragðið, orðnir ansi úldnir í dag og skemmtiþættir Stöðvar 2 hafa nú meira snúist um hvað sömu þreyttu grínararnir eru fyndnir með allt niður um sig en alvarlega ádeilu á stjórnvöld. Og það er nú sorglegt að þegar menn tala um skopádeilu í útvarpi þá minnast menn útvarps Matthildar með þá Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson í broddi fylkingar. Fyrr má nú rota. Það er ekki eins og vanti efnið í pólitíska háðið. Íslenskir stjórnmálamenn fara í stríð afþví að þeir vilja halda í þotu í Keflavík, grafa sundur hálft hálendið til að fá 1000 pólska verkamenn á Reyðarfjörð til að búa til álpappír, senda nauðugir syndugan borgastjóra heim en halda samt áfram í mann sem að sóaði milljörðum í rækjueldi og ljósleiðaralagnir. Og svo mætti halda lengi áfram. Og vei.. á þessu er tekið með silkihönskum á Íslandi nema af Stúdentaleikhúsinu. Þau rokka heldur betur....

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 8 May, 9 May, 12 May: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert