ImageHugleikur mun sýna eina sýningu á Undir hamrinum á laugardaginn. Sýningin er nýkomin af alþjóðlegri leiklistarhátíð í Mónakó þar sem hún hlaut mikið lof bæði gagnrýnenda og hátíðargesta. Verkið er eftir Hildi Þórðardóttur en Ágústa Skúladóttir leikstýrir. ImageUndir Hamrinum, eða Country Matters eins og sýningin var nefnd á erlendri grund, er ólíkindaleg endurvinnsla á þekktum minnum úr íslenskum þjóðararfi. Verkið gerist í íslenskri sveit í óskilgreindri fortíð og segir frá kvonbænum hins ófrýnilega Úlfljóts og deilum smábóndans Hafurs við prestinn í sveitinni um beitina. Inn í þessa atburðarás blandast síðan ást í meinum, leyndarmál úr fortíðinni og að sjálfsögðu ærslafullur hugleikshúmor. Tónlist setur mikið mark á sýninguna.

Sýningin verður í Möguleikhúsinu við Hlemm,  laugardagskvöldið 27. ágúst og hefst kl. 20.00. Sýninginn er um klukkustund.  Aðeins verður þessi eina sýning.

Miðapantanir í síma 551 2525 og á midasala@hugleikur.is.