Author: lensherra

Tónlist fyrir Tíbet í Þjóðleikhúsinu

Fjöldi listamanna tekur þátt í sannkallaðri tónlistarhátíð á Stóra sviði Þjóðleikhússins á miðvikudagskvöld kl. 20:00. Það eru sænsk samtök, The Swedish Tibetan Society, sem stendur fyrir hátíðinni sem samanstendur af tónlistaratriðum þekktra listamanna, bæði íslenskra og erlendra. Á hátíðinni verður lögð rík áhersla á tíbeska menningu og gildi hennar. Atburðurinn og/eða umgjörð hans er á engan hátt pólitískur. Allur ágóði rennur til samtakanna sem hafa unnið að byggingu skóla í fátækum héruðum í Tíbet. Frá 1988 hafa þau byggt eða endurnýjað 98 skóla í Tíbet, sem veita 12.000 börnum ókeypis menntun. Samtökin sem um ræðir hafa haldið svipaða tónleika áður og þar á meðal síðast í samstarfi við Þjóðleikhúsið í Gautaborg, Svíþjóð. Atburðurinn átti sér stað á Dans o Teater Festivalen i Göteborg.  Á tónleikunum hérna heima munu tíbeskir munkar spila á tíbesk hljóðfæri og syngja. Aðalflytjendur kvöldins, Conrad Electro hafa starfað um árabil og starfað að ýmsum verkefnum með þekktu listafólki í Svíþjóð. Bandið mun flytja lög eftirfarandi íslenskra tónlistarmanna í nýrri útsetningu: Ellen Kristjánsdóttir, Magga Stína, Rúnar Júlíusson, Sammi (Jagúar), Siggi (Hjálmar) og Bogomil Font. Sendiherra Svíþjóðar Madeleine Ströje-Wilkens mun flytja ávarp fyrir dagskránna og ræða um menningarleg málefni í tengslum við atburðinn. Að loknum tónleikunum, um kl. 22:30, verður skemmtun í Leikhúskjallaranum þar sem eftirtaldar hljómsveitir munu meðal annars koma fram: Dj Maggi Lego (Gus Gus) og DJ Árni S, Hjálmar, Jagúar, Rætur og Trabant. Miðaverð...

Sjá meira

Tökin hert frumsýnt í Óperunni

Aðalverkefni Óperunnar á haustmisseri, óperan Tökin hert (The Turn of the Screw) eftir Britten verður frumsýnd föstudaginn 21. október. Það er óhætt að segja að aðstandendur sýningarinnar séu komnir með smá fiðring í magann. Æfingar hafa gengið vel og það er alveg ljóst að sýningin verður stórglæsileg og áhugaverð bæði fyrir augað og eyrað.  Óperan Tökin hert verður aðeins sýnd 6 sinnum í Íslensku óperunni, og er því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst til þess að missa ekki af þessari glæsilegu sýningu sem er svo sannarlega á heimsmælikvarða. Texti óperunnar er eftir Myfanwy Piper byggður á smásögu Henry James sem kom út árið 1898. Óperan var frumsýnd í Feneyjum árið 1954 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í öllum helstu óperuhúsum í heimi, en þetta er í fyrsta skipti sem að Tökin hert  er sett upp hér á landi. Myndin hér til vinstri er af Britten. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky, leikstjóri Halldór E. Laxness, leikmynda- og búningahönnuður Snorri Freyr Hilmarsson og ljósahönnuðir Björn Bergsteinn Guðmundsson og Jóhann Bjarni Pálmason. Einsöngvarar eru: Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ísak Ríkharðsson. Söguþráður: Systkinin Miles og Flóra eru munaðarlaus og frændi þeirra og forráðamaður vill sem minnst af þeim vita. Börnin búa á sveitasetri hans, Bly, og hann ræður þangað unga kennslukonu til að hugsa um þau. Fyrir...

Sjá meira

Salka Valka – Frumsýning

Á laugardagskvöldið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu verkið Salka Valka eftir Halldór Laxness í leikgerð Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman. Íslensk hetjusaga. Hvernig skyldu menn lifa og hvernig deyja í litlu þorpi undir háum fjöllum? Í landi þar sem auðurinn hefur safnast á fárra hendur? Peningar virðast liggja á lausu í útlöndum, þaðan koma menn ríkir heim og kaupa upp heilu plássin.   En nú tala menn um að breytingar geti verið í nánd.Hvernig skyldi fátækri aðkomukonu með óskilgetið stúlkubarn reiða af í slíku plássi?  Hver verða örlög þeirra?  Ilmur Kristjánsdóttir leikur Sölku Völku og Halldóra Geirharðsdóttir móður hennar Sigurlínu. Sveinn Geirsson leikur Arnald og Ellert A. Ingimundarson Steinþór. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Halla Vilhjálmsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Laddi (Þórhallur Sigurðsson), Margrét Helga Jóhannsdóttir, Marta Nordal og Theodór Júlíusson. Tónlist: Óskar og Ómar GuðjónssynirLjós: Kári GíslasonBúningar: Stefanía AdolfsdóttirLeikmynd: Jón Axel BjörnssonHreyfingar: Lára StefánsdóttirLeikstjóri: Edda Heiðrún Backman.Sýningin tekur um 2 og hálfan tíma í flutningi. Gert er hlé milli 2. og 3....

Sjá meira

Fyrirlestur um Wagner og Parísaróperuna

Í tilefni 10 ára afmælis Richard Wagner félagsins á Íslandi býður það öllum áhugamönnum um óperutónlist til fyrirlestrar Dr. Oswald Georgs Bauer í Norræna húsinu sunnudaginn 16. október klukkan 16. Fyrirlestur Bauers, sem verður á ensku, nefnist: „Tálvonir og listræn staðfesta – Wagner og Parísaróperan”. Greint verður frá því hvað Wagner sá og lærði við Parísaróperuna, aðdáun hans og gagnrýni.  Franski óperustíllinn  var ekki  í anda fyrirmynda Wagners þeirra Glucks, Mozarts og Beethovens  en varð undanfari að skemmtiiðnaði 20. aldar á Broadway og í Hollywood.Fyrirlesturinn hefst klukkan 16. Aðgangur ókeypis og öllum heimillOswald Georg Bauer er leikhúsfræðingur og einn af helstu kunnáttumönnum um uppsetningar á Wagneróperum frá upphafi til okkar daga. Hann er höfundur hinnar virtu bókar  „Richard Wagner – Die Bühnenwerke von der Uraufführung bis heute”, sem út kom árið 1982 hjá Propyläen forlaginu í Frankfurt. Bauer starfaði um árabil við Bayreuthhátíðina sem listrænn ráðgjafi og gegndi auk þess  starfi  fjölmiðlafulltrúa hátíðarinnar í nokkur ár. Hann er nú forstöðumaður Listaakademíunnar í...

Sjá meira

Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Enska leikskáldið Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels, samkvæmt tilkynningu sænsku akademíunnar, sem birt var klukkan 11. Segir akademían, að Pinter sé fremsti fulltrúi leiklistarinnar í Bretlandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann afhjúpi hengiflugið sem daglegt hjal fólks feli og ryðjist inn í lokuð herbergi kúgunarinnar. Þá segir akademían, að Pinter hafi endurskapað leikhúsið og lagt áherslu á grunnþætti þess: lokað rými og óútreiknanleg samtöl þar sem fólk er á valdi hvers annars og uppgerðin verður að láta undan síga. Pinter fæddist í Lundúnum árið 1930. Hann lék á sviði sem unglingur og fékk inngöngu í konunglega leiklistarskólann árið 1948 og lék á næstu árum í fjölda leikverka undir sviðsnafninu David Baron. Fyrsta leikrit hans, Herbergið, var sett upp árið 1957 í Bristol. „The Birthday Party" kom út sama ár og þótti fyrst algerlega misheppnað en hefur síðan orðið eitt af þekktustu verkum hans. Hann sló síðan í gegn með leikritinu „The Caretaker" (Húsvörðurinn) árið 1959. Endurminningar leika æ stærri þátt í verkum Pinters en þegar á sjöunda áratugnum var ljóst hversu mjög hann sótti efnivið í leikritin í eigið líf. Hann var einkabarn, sonur gyðinga og varð að yfirgefa heimili sitt á stríðsárunum. Helstu mótunarárin voru þó eftir stríð er unglingurinn Pinter féll inn í hóp menningarvita af gyðingaættum sem lásu Kafka og Dostojevskíj og horfðu á myndir eftir Bunuel. Samskipti vinanna er efni einu skáldsögu Pinters „The Dwarfs" (Dvergarnir)...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað