Author: lensherra

Frelsi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu

Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu á föstudagskvöld. Frelsi er frumraun Hrundar í atvinnuleikhúsi. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Hvað gerir þú þegar enginn hlustar á þig? Þegar ranglætið er svo mikið að þú gætir öskrað þig hásan en þú átt þér ekki rödd? Þegar lygin er svo stór að hún kæfir lífið sem þú ættir að sjá framundan? Grímur er klár menntaskólastrákur í Reykjavík sem er ekki sáttur við umhverfi sitt og samfélag. Hann kynnist Brynhildi sem er töff og leitandi stelpa og saman ákveða þau að láta í sér heyra. Hugmynd fæðist. En í heimi þar sem peningar eru mælikvarði alls, hvers virði eru þá mannslíf? Í þannig heimi geta hugmyndir um réttlæti orðið hættulegar. Frelsi er fyrsta leikrit Hrundar Ólafsdóttur sem sýnt er í atvinnuleikhúsi, og jafnframt fyrsta leikverk hennar í fullri lengd. Hún hefur áður skrifað einleiki og stutta leikþætti fyrir áhugaleikfélög, en hún hefur tekið virkan þátt í starfi áhugahreyfingarinnar bæði sem leikari og leikstjóri. Hún hefur einnig sótt fjölda leikara- og leikstjórnarnámskeiða, einkum hjá Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga í Svarfaðardal. Hrund var einn þátttakenda í höfundasmiðju á vegum Þjóðleikhússins og tók þátt í Höfundaleikhúsi á vegum Dramasmiðjunnar. Hrund hefur einkum starfað við kennslu í framhaldsskólum, en einnig skrifað bókmennta- og leiklistargagnrýni fyrir Morgunblaðið síðastliðin ár. Hrund er listamaður vikunnar á vef Þjóðleikhússins. Tveir ungir leikarar þreyta nú frumraun sýna í Þjóðleikhúsinu,...

Sjá meira

Klippimyndir frá Kaupmannahöfn

i ballettinn verður með tvær gestasýningar á Klippimyndum – ævintýraleg barnaballetsýning byggð á verkum H.C. Andersens – á Stóra sviði Þjóðleikhússins sunnudaginn 30. október kl. 14:00 og 16:00. Höfundur ballettsins er Pär Isberg. Þegar H.C. Andersen var ungur drengur lét hann sig dreyma um að verða ballettdansari við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, en þessi langi og mjói strákur með stóru fæturna fann ekki náð fyrir augum ballettmeistarans. En nú fær hann loksins tækifæri til að spreyta sig í þessari nýju danssýningu! Í barnaballettsýningunni Klippimyndum höldum við í ævintýralega ferð með H.C. Andersen, sem dansar aðalhlutverkið og leiðir okkur í gegnum vinsæl ævintýri á borð við Litlu stúlkuna með eldspýturnar, Nýju fötin keisarans, Næturgalann og Ljóta andarungann. Klippimyndir ævintýraskáldsins verða smám saman til eftir því sem líður á sýninguna, vaxa og fylla loks allt leiksviðið! Tuttugu og sjö börn dansa í sýningunni og fara sum þeirra með veigamikil hlutverk, enda er aðeins einn fullorðinn dansari í sýningunni. Óhætt er að segja að það sé einstök upplifun þegar svo mörg börn koma að því að skapa sviðslistaverk. Í sýningunni hér á Íslandi verður ballettinn fluttur í styttri útgáfu, auk þess sem dansararnir sýna Bournonvillespor undir stjórn Anne Marie Vessel Schlüter. Það eru Konunglegi danski ballettinn og listdansskóli Konunglega danska leikhússins sem standa að sýningunni. Danshöfundur er sem fyrr segir Svíinn Pär Isberg, en hann samdi meðal annars ballettinn Hans og Grétu...

Sjá meira

Woyzeck frumsýnt í Borgarleikhúsinu

Woyzeck eftir Georg Büchner í samstarfi við Borgarleikhúsið, Artbox/Vesturport og Barbican Center í London. Tónlist: Nick  Cave og Warren Ellis. Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson. Frumsýnt 28. október á Stóra sviði. Woyzeck var frumsýnt í Barbican centre í London 12.október og hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnanda. Time Out gaf sýningunni 5 stjörnur af 5 mögulegum og Guardian gaf sýningunni 4 stjörnur af 5. Uppselt var á allar sýningarnar í London og komust færri að en vildu: 200 manns urðu frá að hverfa síðasta kvöldið. Woyzeck var valin áhugaverðasta sýningin í London síðustu 2 vikur að mati Evening Standard og Time Out. Menningarmiðstöðin Barbican Center í London hefur boðið spennandi leikstjórum hvaðanæva úr heiminum að spreyta sig á verkum ungra skálda frá öllum tímum. Verkefnið kalla þeir YOUNG GENIUS, og meðal leikstjóra sem taka þátt er hinn rómaði Robert Lepage. Gísli Örn, sem setti upp Rómeó og Júlíu í djarfri og vinsælli útgáfu Vesturports, ætlar að glíma við Büchner og hið ókláraða meistaraverk hans um Woyzeck, sem er undirgefinn þræll yfirmanns síns, tilraunadýr læknis og kokkálaður ástmaður. Andhetja einsog þær helstar gerast. Nick Cave semur tónlistina sérstaklega fyrir sýninguna. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Björn Hlynur Haraldsson, Erlendur Eiríksson, Harpa Arnardóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Níels Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson og Víkingur Kristjánsson. Kór: Andri Ólafsson, Bjarni Bjarnason, Haraldur Ágústsson, Haraldur Björn Halldórsson, Hjalti Þór Þórsson, Ívar...

Sjá meira

Óperukvöld í Þjóðleikhúskjallaranum

Ingólfur Níels Árnason fræðslustjóri Íslensku óperunnar og óperuleikstjóri heldur utan um skemmtikvöld á vegum Óperunnar sem fer fram í Leikhúskjallaranum einu sinni í mánuði í vetur. Ingólfur Níels mun leggja áherslu á að blanda saman fræðilegri umfjöllun um óperur og óperulist ásamt því að skemmta fólki um leið. Hann mun taka útgangspunkt í mannsröddinni sem hljóðfæri, og fær hann óperusöngvara og tónlistarmenn til liðs við sig sem munu aðstoða hann við að skoða mannsröddina frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þann 27. október mun Ingólfur Níels fjalla um sópranröddina og fær hann til liðs við sig sópran söngkonurnar Huldu Björk Garðarsdóttur og Hönnu Dóru Sturludóttur. Húsið opnar klukkan 21.00 og er aðgangseyrir kr....

Sjá meira

Leikfélag Blönduóss frumsýnir Bangsímon

Leikfélag Blönduóss frumsýnir um helgina leikritið Bangsimon. Verkið er mörgum kunnugt, en það er byggt á sögu A.A. Milne og er hér sýnd leikgerð Erics Olsons í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Frumsýnt verður í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 29. október kl. 16.00. Önnur sýning er sunnudaginn 30. október kl. 16.00 en sú þriðja þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17.00. Miðaverð er kr. 1.500.   Leikstjórinn, Guðjón Sigvaldason, er mörgum leikfélögum að góðu kunnur en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá Leikfélagi Blönduóss. Æfingar hafa staðið yfir síðan um miðjan september og koma um 20 manns að uppsetningunni, en í hlutverkum dýranna og Jakobs eru 8 leikarar, bæði reyndir og óreyndir. Það þekkja allir krakkar söguna um Bangimon og vini hans, en þau lenda í ýmsum...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur