Frelsi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu á föstudagskvöld. Frelsi er frumraun Hrundar í atvinnuleikhúsi. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Hvað gerir þú þegar enginn hlustar á þig? Þegar ranglætið er svo mikið að þú gætir öskrað þig hásan en þú átt þér ekki rödd? Þegar lygin er svo stór að hún kæfir lífið sem þú ættir að sjá framundan? Grímur er klár menntaskólastrákur í Reykjavík sem er ekki sáttur við umhverfi sitt og samfélag. Hann kynnist Brynhildi sem er töff og leitandi stelpa og saman ákveða þau að láta í sér heyra. Hugmynd fæðist. En í heimi þar sem peningar eru mælikvarði alls, hvers virði eru þá mannslíf? Í þannig heimi geta hugmyndir um réttlæti orðið hættulegar. Frelsi er fyrsta leikrit Hrundar Ólafsdóttur sem sýnt er í atvinnuleikhúsi, og jafnframt fyrsta leikverk hennar í fullri lengd. Hún hefur áður skrifað einleiki og stutta leikþætti fyrir áhugaleikfélög, en hún hefur tekið virkan þátt í starfi áhugahreyfingarinnar bæði sem leikari og leikstjóri. Hún hefur einnig sótt fjölda leikara- og leikstjórnarnámskeiða, einkum hjá Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga í Svarfaðardal. Hrund var einn þátttakenda í höfundasmiðju á vegum Þjóðleikhússins og tók þátt í Höfundaleikhúsi á vegum Dramasmiðjunnar. Hrund hefur einkum starfað við kennslu í framhaldsskólum, en einnig skrifað bókmennta- og leiklistargagnrýni fyrir Morgunblaðið síðastliðin ár. Hrund er listamaður vikunnar á vef Þjóðleikhússins. Tveir ungir leikarar þreyta nú frumraun sýna í Þjóðleikhúsinu,...
Sjá meira


