Woyzeck eftir Georg Büchner í samstarfi við
Borgarleikhúsið, Artbox/Vesturport og Barbican Center í London.
Tónlist: Nick  Cave og Warren Ellis.
Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson.
Frumsýnt 28. október á Stóra sviði.

Woyzeck var frumsýnt í Barbican centre í London 12.október og hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnanda. Time Out gaf sýningunni 5 stjörnur af 5 mögulegum og Guardian gaf sýningunni 4 stjörnur af 5. Uppselt var á allar sýningarnar í London og komust færri að en vildu: 200 manns urðu frá að hverfa síðasta kvöldið. Woyzeck var valin áhugaverðasta sýningin í London síðustu 2 vikur að mati Evening Standard og Time Out.

Menningarmiðstöðin Barbican Center í London hefur boðið spennandi leikstjórum hvaðanæva úr heiminum að spreyta sig á verkum ungra skálda frá öllum tímum. Verkefnið kalla þeir YOUNG GENIUS, og meðal leikstjóra sem taka þátt er hinn rómaði Robert Lepage. Gísli Örn, sem setti upp Rómeó og Júlíu í djarfri og vinsælli útgáfu Vesturports, ætlar að glíma við Büchner og hið ókláraða meistaraverk hans um Woyzeck, sem er undirgefinn þræll yfirmanns síns, tilraunadýr læknis og kokkálaður ástmaður. Andhetja einsog þær helstar gerast.

Nick Cave semur tónlistina sérstaklega fyrir sýninguna.

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Björn Hlynur Haraldsson, Erlendur Eiríksson, Harpa Arnardóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Níels Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson og Víkingur Kristjánsson.

Kór: Andri Ólafsson, Bjarni Bjarnason, Haraldur Ágústsson, Haraldur Björn Halldórsson, Hjalti Þór Þórsson, Ívar Örn Árnason, Karl Erlingur Oddason, Karl Sigurðsson, Kristbjörn Helgason, Kristján Dereksson og Steingrímur Karl Teague.

Tónlist: Nick  Cave og Warren Ellis. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Filippía  I. Elísdóttir.  Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Ljós: Lárus Björnsson. Raddþjálfun: Ellen Newman. Útsetningar fyrir kór: Pétur Þór Benediktsson. Hreyfingar: Vesturport og John Paul Zaccarini. Framkvæmdastjóri: Rakel Garðarsdóttir.  Leiktækni: Kári Halldór Þórsson.  Þýðandi og aðstoðarleikstjóri: Jón Atli Jónasson. Leikgerð og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson.