Author: lensherra

Hugarflug á Selfossi

Þá er Leikfélag Selfoss að hefja enn eitt leikár sitt í Leikhúsinu gamla við Sigtún. Í haust var auglýst eftir þátttakendum í svonefndu Hugarflugi en þá er unnin sýning úr þeim hugmyndum sem fram koma á fyrstu vinnufundum með leikhópnum. Umsjón með þessari grasrótarvinnu hafa þær Íris Magnúsdóttir og GuðfinnaGunnarsdóttir haft mest á sinni könnu. Nú er Hugarflugið að komast á fjalirnar og verður sýnt í Leikhúsinu við Sigtún næst komandi sunnudag, 4. desember, fyrst klukkan 15 og kl. 18. Aðeins þessar tvær sýningar. Aðgangseyri er mjög í hóf stillt, aðeins krónur 500 og dálitlar veitingar þar innifaldar. Sem sagt upplagt að fá sér eins konar bland í poka hjá Leikfélagi Selfoss á öðrum sunnudegi aðventunnar. Verið...

Sjá meira

Brot af því besta

Upplestur og lifandi tónlist fimmtudagskvöldin 1.og 8. desember klukkan 20 í anddyri Borgarleikhússins. Fimmtudaginn 1.des. lesa eftirfarandi rithöfundar upp úr bókum sínum: Einar Kárason, Gerður Kristný, Kristjón Guðjónsson, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir, Yrsa Sigurðardóttir Seinna kvöldið, fimmtudaginn 8. des. kl. 20 lesa rithöfundarnir: Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn úr bókum sínum. Boðið verður upp á léttan jóladjass og sannkallaða jólastemningu. Tónlistarmennirnir Ólafur Jónsson á tenórsaxófón og Jón Páll Bjarnason á gítar leika bæði kvöldin. Eymundsson selur bækur höfundanna á góðum kjörum. Ekki missa af frábærri kvöldstund í anddyri Borgarleikhússins. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.   Hinn árlegi upplestur “Brot af því besta” er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Borgarbókasafns-Kringlusafns, Kringlunnar og...

Sjá meira

Ævintýrið um Augastein

Leikhópurinn Á senunni sýnir hina margrómuðu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin.  Sýningar verða á Akureyri dagana 10. – 12. desember og í Reykjavík dagana 14. – 18. desember.  Sýningar á Akureyri eru í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.  Barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þúsundum eintaka.  Útgefandi var Mál og menning. Leikhópurinn Á senunni sýnir hina margrómuðu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin.  Sýningar verða á...

Sjá meira

Athyglisverðasta áhugaleiksýningin

Umsóknareyðublað vegna Athyglisverðustu áhugaleiksýningar ársins er nú tiltækt á vefnum. Eyðublaðið er í PDF-formi og áhugasamir geta hlaðið því niður með því að  hægrismella hér og vista á eigin...

Sjá meira

Sjö heimar upphafningarinnar

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Hina endanlegu hamingju, nýtt íslenskt leikrit eftir Lárus Húnfjörð, laugardaginn 26. nóvember síðastliðinn. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur staðið öðrum félögum framar undanfarin ár í að leika sér með skilin á milli leikara og áhorfenda og sett upp nokkrar eftirminnilegar slíkar sýningar. Leikfélag Hafnarfjarðar Hin endanlega hamingja eftir Lárus Húnfjörð Leikstjórn: Lárus Húnfjörð Sýnt í Lækjarskóla Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Hina endanlegu hamingju, nýtt íslenskt leikrit eftir Lárus Húnfjörð, laugardaginn 26. nóvember síðastliðinn. Höfundur er jafnframt leikstjóri. Hin endanlega hamingja snýst um sértrúarsöfnuð sem nýverið hefur misst andlegan leiðtoga sinn, Freystein. Safnaðarmeðlimir minnast leiðtoga síns með vitnisburði og áhorfendur...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert