Author: lensherra

Sjö heimar upphafningarinnar

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Hina endanlegu hamingju, nýtt íslenskt leikrit eftir Lárus Húnfjörð, laugardaginn 26. nóvember síðastliðinn. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur staðið öðrum félögum framar undanfarin ár í að leika sér með skilin á milli leikara og áhorfenda og sett upp nokkrar eftirminnilegar slíkar sýningar. Leikfélag Hafnarfjarðar Hin endanlega hamingja eftir Lárus Húnfjörð Leikstjórn: Lárus Húnfjörð Sýnt í Lækjarskóla Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Hina endanlegu hamingju, nýtt íslenskt leikrit eftir Lárus Húnfjörð, laugardaginn 26. nóvember síðastliðinn. Höfundur er jafnframt leikstjóri. Hin endanlega hamingja snýst um sértrúarsöfnuð sem nýverið hefur misst andlegan leiðtoga sinn, Freystein. Safnaðarmeðlimir minnast leiðtoga síns með vitnisburði og áhorfendur...

Sjá meira

Fimm þúsundasti gesturinn

Leiksýningin Fullkomið brúðkaup hefur notið fádæma vinsælda frá því hún var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar þann 20. október sl. Troðfullt hefur verið á allar sýningar og til að mæta eftirspurn hefur fjölda aukasýninga verið bætt við sem allar hafa selst upp jafn óðum. Fimm þúsundasti gesturinn mun sjá sýninguna nú á seinni sýningu verksins á laugardagskvöld.   Leiksýningin Fullkomið brúðkaup hefur notið fádæma vinsælda frá því hún var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar þann 20. október sl. Troðfullt hefur verið á allar sýningar og til að mæta eftirspurn hefur fjölda aukasýninga verið bætt við sem allar hafa selst upp jafn...

Sjá meira

Frumsýning hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir laugardaginn 26. nóvember leikritið “Hin endanlega hamingja”. Höfundur og leikstjóri er Lárus Húnfjörð. “Hin endanlega hamingja” var unnin og skrifuð á æfingatímabilinu.  Freysteinn, andlegur leiðtogi Helgidóms hinnar endanlegu hamingju er horfinn á brott. Mun söfnuðurinn jafna sig á þessu áfalli? Tæklar Sigurmar nýja hlutverkið sem leiðtogi? Heldur Elínborg, ekkja Freysteins sönsum? Er Ingunn kona Sigurmars sátt við sitt hlutskipti?  Eru Herlaugur og Fjóla dóttir Freysteins trúlofuð eða ekki. Kemur tónlistarstjórinn Hallgerður Ugla til með að halda lagi? Þessum spurningum verður kannski svarað á samkomu í Helgidóminum. Þó getur hugsast að allt öðrum spurningum verði svarað.  “Hin...

Sjá meira

Leikfélag Rangæinga vekur upp drauga

Nú eru nokkur ár síðan Leikfélag Rangæinga hefur sett upp leiksýningu en þá sýndi félagið Emil í Kattholti. Nokkrir áhugasamir félagar í leikfélaginu hafa nú tekið sig saman og sett saman sýninguna Vakið upp drauga. Sýningin er sett saman úr einþáttungum úr ýmsum áttum. M.a. hafa félagar sviðsett Afmælið í kirkjugarðinum eftir Jökul Jakobsson, Bara Innihaldið eftir Sævar Sigurgeirsson, sem er létt grín úr barlífi landans, American Nightmare þar sem grín er gert að gæsaveiðimönnum auk örleikrita og spuna eftir félaga í Leikfélaginu. Leikstjóri er Margrét Tryggvadóttir Líklega verður bara ein sýning, föstudaginn 25. nóvember kl. 21:00 í Hvoli, Hvolsvelli.  Miðaverð kr. 1.500 en 1.000 fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.  Miðapantanir í síma 892 5909 milli kl. 17:00 –...

Sjá meira

Leitin að jólunum í Þjóðleikhúsinu

Nýtt aðventuævintýri eftir Þorvald Þorsteinsson, Leitin að jólunum, með tónlist Árna Egilssonar verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 26. nóvember nk. kl. 14:00. Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum við aðalinngang Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða eru Kristalsalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjallarinn, auk þess sem börnin fara um baksviðs í leikhúsinu. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Þorvaldur Þorsteinsson starfar jöfnum höndum sem rithöfundur og myndlistarmaður. Hann hefur skrifað bækur fyrir börn og fullorðna, sem og fjölda leikverka fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Hann samdi meðal annars hinar vinsælu barnabækur um Blíðfinn, og leikgerð eftir þeim var sett upp í Borgarleikhúsinu. Fjölskylduleikritið Skilaboðaskjóðan var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Meðal annarra leikrita hans má nefna Við feðgarnir, Maríusögur og And Björk of course…., auk þess sem hann hefur skrifað og leikstýrt fjölda “vasaleikrita” bæði í útvarpi og sjónvarpi. Árni Egilsson er í fremstu röð íslenskra kontrabassaleikara og hefur leikið víða með sinfóníuhljómsveitum og spilað fjölda einleiksverka fyrir kontrabassa á Íslandi og víðar um Evrópu, sem og í Bandaríkjunum. Árni hefur búið í Los Angeles í Kaliforníu frá 1969 og er einn eftirsóttasti "stúdíó-bassaleikari" þeirrar borgar. Á seinni árum hefur Árni...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur