Author: lensherra

Hin endanlega hamingja, aukasýning

Ákveðið hefur verið að bæta við einni sýningu á leikritinu "Hin endanlega hamingja" eftir Lárus Húnfjörð vegna mikillar aðsóknar. Sýningar verða því sem hér segir:   Fimmtudagur 8. desember kl. 20:00 Uppselt Laugardagur 10. desember kl. 20:00 Nokkur sæti laus Föstudagur 16. desember kl. 20:00 AUKASÝNING Miðapantanir í síma 848 0475   "Það er víst að áhorfendum var komið á óvart á frumsýningunni og alveg áreiðanlegt að leiksýning þeirra á fáa sína líka. Lárus Vilhjálmsson er vaxandi leikskáld og leikstjóri með næmt auga fyrir áhrifamætti leikhússins […]"   Hrund Ólafsdóttir, Morgunblaðið   "Ytri umgjörð er ágæt og leikmyndin er mjög vel heppnuð og skapar skemmtilega stemmningu fyrir sýninguna. Hinni endanlegu hamingju tekst að viðhalda áhuga áhorfenda enda kraumar undir einhver spenna sem heldur athyglinni allan tímann."   Hörður Sigurðarson,...

Sjá meira

90 ára 19. desember

Edith Piaf, ein frægasta söngkona heims, hefði orðið 90 ára gömul 19. desember nk. Af því tilefni verður flutt í Þjóðleikhúsinu söngdagskrá um Edith Piaf úr samnefndri sýningu leikhússins. Dagskráin hefst kl. 21:00. Það er Brynhildur Guðjónsdóttir sem er í hlutverki Edith Piaf. Brynhildur "Piaf" Guðjónsdóttir hefur heillað landann með túlkun sinni á Edith Piaf, einhverri ógleymanlegustu rödd síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi í yfir 90 skipti og virðist ekkert lát á vinsældum hennar. Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Lífshlaup hennar var einstakt; hún ólst upp meðal vændiskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborgar en með rödd sinni og einstakri túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Við kynnumst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst fortíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsamböndum sínum. Flytjendur auk Brynhildar verða leikarinn Baldur Trausti Hreinsson og tónlistarmennirnir Jóhann G. Jóhannsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og klarinett og Tatu Kantomaa á harmónikku. Söngdagskráin hefur verið flutt áður á Egilsstöðum og Akureyri og hlotið frábærar viðtökur. Dagskráin verður sem fyrr segir mánudaginn 19. desember kl. 21:00 á Stóra...

Sjá meira

Útvarpsleikhúsið

www.ruv.is/leikhus Leiklistardeild Hallmar Sigurðsson Efstaleiti 1 150 Reykjavík Sími 515 3900 Netfang hallmar@ruv.is Veffang www.ruv.is/leikhus

Sjá meira

Síðustu sýningar fyrir jól

Leikfélag Keflavíkur hefur undanfarið verið að sýna leikritið Trainspottting, eftir Harry Gibson byggt á sögu Irwin Welsh. Þýðing er eftir Megas en leikstjóri er Jón Marinó Sigurðsson. Næstu sýningar eru : Fimmtudaginn 8.des. kl. 21:00 Laugardaginn 10.des. kl. 21:00 Þetta verða lokasýningar fyrir jól en ætlunin er að halda sýningum áfram í janúar. Miðaverð er 1500 kr. Miðapantanir eru í síma 421-2540 og 8467883 Trainspotting er sýnt í...

Sjá meira

Það besta við jólin

Út er kominn hljómdiskurinn „Það besta við jólin“ eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Diskurinn hefur að geyma fimmtán ný íslensk jólalög sem Þórunn hefur samið á síðustu árum. Þórunn hefur verið í leikfélaginu Hugleik frá árinu 1997 og hefur mikið af tónlistinni áður verið flutt á vettvangi félagsins. Þórunn hefur einnig samið mikið af tónlist og leikritum sem flutt hafa verið af Hugleik, t.d. söngleikinn Kolrössu sem sló rækilega í gegn árið 2002, leikritið Kleinur og styttri þætti. Út er kominn hljómdiskurinn „Það besta við jólin“ eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Diskurinn hefur að geyma fimmtán ný íslensk jólalög sem Þórunn hefur samið...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert