ImageVegna mikillar aðsóknar verður aukasýning hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs á Sex í sveit á Iðavöllum. Sýningin verður á föstudagskvöld klukkan 20 og er þetta allra síðasta sýning!
 
Sex í sveit hefur fengið frábærar móttökur og uppselt hefur verið á flestar sýningar á Iðavöllum. Þegar hafa á níunda hundrað manns séð verkið sem er bráðfyndinn farsi eftir franska leikskáldið Marc Camoletti í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.
 
Sexmenningana í uppfærslu Leikfélags Fljótsdalshéraðs leika þau Garðar Hallfreðsson, Jódís Skúladóttir, Friðjón Magnússon, Anna Björk Hjaltadóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttir og Jón Gunnar Axelsson.