Author: lensherra

Aðalfundur BÍL 2025 – Dagskrá og skráning

Boðað er til aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga 2025 að Hótel Vatnsholti í Árnessýslu, helgina 2.-4. maí 2025. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundurinn verður settur kl. 9.00 laugardag 3. maí. Tilkynna þarf fulltrúa aðildarfélaga á aðalfundi með því að senda inn kjörbréf á Leiklistarvefnum. Skrá þarf inn á vefinn á aðgangi aðildarfélags. Hafið samband við framkvæmdastjóra í s. 551-6974 eða info@leiklist.is ef vandamál koma upp við innskráningu. Ekki er nóg að senda inn kjörbréf heldur þarf skrá alla þingfulltrúa sérstaklega, Sjá að neðan. Að gefnu tilefni skal tekið fram að aðalfundurinn er opinn öllum meðlimum áhugaleikfélaganna. Þeir sem hyggjast...

Sjá meira

Stöndum saman á Eyrarbakka

Leikfélag Eyrarbakka frumsýnir Stöndum saman, leikverk eftir Huldu Ólafsdóttur fim. 10. apríl á veitingastaðnum Rauða Húsinu á Eyrabakka. Hvað gerist þegar daglegt líf ungs pars fer að flækjast? Þegar barneignir, nám, vinnuálag, tengdaforeldrar, íbúðarkaup og samskiptaörðugleikar hrannast upp – og enginn veit nákvæmlega hvernig á að halda utan um allt? Stöndum saman, nýjasta sýning Leikfélags Eyrarbakka, varpar skemmtilegu, einlægu og oft á tíðum sprenghlægilegu ljósi á raunveruleikann sem margir þekkja – og gerir það með bæði söng og sál. Leikritið fjallar um unga parið Öldu og Edda sem reyna að halda lífinu gangandi í gegnum gleði og sorgir hversdagsins....

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur