Author: lensherra

Átta konur hjá Leikfélagi Selfoss

Leikfélag Selfoss vinnur nú hörðum höndum að 88. uppsetningu félagsins. Æfingar hófust í desember sl. og stefnt er á frumsýningu þann 14.febrúar. Rakel Ýr Stefánsdóttir leikstýrir verkinu sem heitir Átta konur og er „glæpsamlegur gamanleikur“ eftir franska leikskáldið Robert Thomas. Þýðing og aðlögun var í höndum Sævars Sigurgeirssonar. Við kynnumst glæsilegri eiginkonu, tveimur ungum og uppreisnargjörnum dætrum hennar, örvæntingarfullri mágkonu, gráðugri tengdamóður, ráðsettri ráðskonu með duldar hliðar og þjónustustúlku með ómótstæðilegan sjarma. Húsbúndinn virðist sofandi í rúmi sínu, en er það svo? Þegar sjö óstýrilátar konur koma saman og sú áttunda bætist við, getur allt gerst. „Það hefur verið...

Sjá meira

Frumsýning á Bót og betrun

Leikfélag Kópavogs frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun laugardaginn 1. febrúar kl. í Leikhúsinu að Funalind. Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur  út úr félagslega kerfinu,  þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af,þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Að endingu er hann rígfastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum og eiginkonan er full grunsemda. Til að höggva á hnútinn þarf Eric að losa sig...

Sjá meira

Blóðug myrkraverk í Tjarnarbíó

Kómedíuleikhúsið er mætt til borgarinnar með blóðuga en sögulega leikstykkið Ariasman eftir Tapio Koivukari. Árið 2011 kom út samnefnd bók eftir Tapio sem vakti mikla athygli. Enda er hér á ferð sönn saga um Baskamorðin hrottalegu á Vestfjörðum árið 1615. Leikritið Ariasman verður sýnt í Tjarnarbíó í Reykjavík og verða aðeins þrjár sýningar í boði. Fyrsta sýning er fimmtudaginn 30. janúar kl.20.00. Næstu sýningar verða viku síðar eða miðvikudaginn 5. febrúar og daginn eftir fimmtudaginn 6. febrúar. Miðasala fer fram á tix.is  Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2025 – umsókn

Opnað verður hér fyrir umsóknir kl. 17.30 þann 1. mars. Umsókn telst gild frá og með þeim tíma sem staðfestingargjald hefur verið greitt og umsókn hefur borist. Þann 3. apríl verður send staðfesting á þá umsækjendur sem fengið hafa pláss á námskeiði. Öðrum verður boðið að vera á biðlista. Síða Leiklistarskólans 2025 Leiklistarskólinn - umsókn 2025 Námskeið * ---Leiklist IILeikritun IISérnámskeið fyrir leikaraHöfundur í heimsókn Námskeið  Forkröfur:  Leiklist I eða sambærileg grunnnámskeið eða reynsla í sviðsleik.  Þeir sem lokið hafa Leiklist I hafa forgang.  Forkröfur:   Leikritun I eða sambærileg grunnnámskeið eða reynsla í leikritun. Þeir sem lokið hafa Leikritun I hafa forgang.  Forkröfur:   Leiklist I og II eða sambærileg grunnnámskeið eða umtalsverð reynsla í sviðsleik. Þeir sem hafa lokið Leiklist I og II hafa forgang. Skólinn býður allt að 4 umsækjendum að dvelja að Reykjaskóla við skapandi skrif eða aðra skapandi sviðslistavinnu Nafn * Kennitala * Netfang * Sími * Heimilisfang * Póstnr. * Staður * Ferilskrá. Sjá námskeiðslýsingu. 120 orð eða færri. 0 of 120 max words Námskeið til vara (ekki nauðsynlegt að velja en æskilegt!) Leiklist IILeikritun IISérnámskeið fyrir leikaraHöfundur í heimsókn Aðrar athugasemdir/óskir (t.d. varðandi fæði) Ósk um herbergisfélaga Setjið nafn/nöfn herbergisfélaga sem óskað er eftir hér. Ósk um sérherbergi Óska eftir að vera ein/einn í herbergi ATH! Greiða þarf 20.000 kr. aukalega fyrir einkaherbergi. Ekki er víst að hægt sé að verða við...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert