Author: lensherra

Litla Act alone – Ókeypis í leikhús á Vestfjörðum

Heimsveiran hefur haft gífurlega mikil áhrif á listalíf hér á landi sem og um heim allan. Þannig hefur elsta leiklistarhátíð landsins, Act alone, ekki verið haldin síðan 2019. Hátíðin hefur þó leitað leiða í faraldrinum til að starfa áfram og í stað hinnar árlegu hátíðar, hefur Litla Act alone verið haldin í staðinn. Á Litla Act alone er öllum grunn- og leikskólabörnum á Vestfjörðum boðið á leiksýningu. Litla Act alone verður haldin vikuna 9. – 13. maí og verða alls sýndar 16 ókeypis leiksýningar fyrir æsku Vestfjarða. Leiksýningar ársins á Litla Act alone eru fjórar og er fjölbreytileikinn í...

Sjá meira

Áhugaleiksýningar ársins 2022

Val á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins var tilynnt á hátíðakvöldverði á aðalfundi BÍL í kvöld. Björn Ingi Hilmarsson úr dómnefnd Þjóðleikhússins mætti á sumkunduna og tilkynni valið. Eftir 2 ára stopp af völdum Covid ákvað dómnefndin að velja ekki bara eina heldur tvær leiksýningar. Fyrir valinu urðu sýning Leikflokks Húnaþing vestra á Pétri Pan og sýning Leikfélags Keflavíkur á Fyrsta kossinum. Á myndinni má sjá Björn Inga ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra. Leikfélögunum er boðið að koma og sýna í Þjóðleikhúsinu fyrstu vikuna í júní. Nánar verður...

Sjá meira

Nei, ráðherra á Króknum

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir hinn vel þekkta farsa Nei, ráðherra eftir Ray Cooney, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar, sunnudaginn 24. apríl klukkan 20:00.  Leikstjóri er Jóel Sæmundsson. Alls koma 35 manns að sýningunni, þar af eru 10 leikarar en  leikarahópurinn er blandaður reynsluboltum  og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu. Nei, ráðherra  er allt í senn sigildur, hraður, snúinn og fyndinn gamanleikur og fullur af sígildu hráefni farsans svo sem misskilningi, framhjáhaldi, ást og hurðaskellum. Æfingatímabilið hefur gengið vel sem er mikil breyting hjá félaginu eftir hremmingar vegna Covid undanfarin misseri. Sýningar verðar 13 talsins og miðasala er...

Sjá meira

Leikfélag Mosfellssveitar heiðrar Maríu

Sýningin Ó María verður frumsýnd hjá Leikfélagi Mosfellssveitar laugardaginn 23. apríl. Sýningin er til heiðurs Maríu Guðmundsdóttur sem var félagi LM til margra ára, ástsæl innan áhugahreyfingarinnar og landsþekkt fyrir leik sinn í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. María skrifaði fjölmörg leikrit og leikþætti og verða margir þættir hennar á dagskránni þar sem söngur, grín og gleði ráða för. Sýningar vereða sem here segir:  Frumsýning föstudaginn 29. apríl kl. 19:30 – UPPSELT 2. sýning laugardaginn 30. apríl kl. 20 3. sýning föstudaginn 6. maí kl. 20 4. sýning laugardaginn 7. maí kl. 20 5. sýning föstudaginn 13. maí kl. 20...

Sjá meira

Bót og betrun á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun eftir Michael Cooney í Sævangi, á Páskadag 17. apríl kl. 20.00. Tíu leikarar taka þátt í uppsetningunni að þessu sinni, fimm karlar og fimm konur, hvortveggja þaulvanir leikarar og nýliðar með leikfélaginu. Leikstjóri er Sigurður Líndal. Sýningar verða sem hér segir: Frumsýning á Páskadag, 17. apríl 2. sýning, annan í páskum 18. apríl 3. sýning, sunnudaginn, 24. apríl 4. sýning, föstudaginn, 29. apríl Lokasýning, laugardaginn 30. apríl Ólíklegt er að Leikfélagið komist í leikferð eins og vanalega svo ástæða er til að hvetja fólk til að mæta í Sævang meðan hægt er. Sauðfjársetrið í Sævangi...

Sjá meira