Litla Act alone – Ókeypis í leikhús á Vestfjörðum
Heimsveiran hefur haft gífurlega mikil áhrif á listalíf hér á landi sem og um heim allan. Þannig hefur elsta leiklistarhátíð landsins, Act alone, ekki verið haldin síðan 2019. Hátíðin hefur þó leitað leiða í faraldrinum til að starfa áfram og í stað hinnar árlegu hátíðar, hefur Litla Act alone verið haldin í staðinn. Á Litla Act alone er öllum grunn- og leikskólabörnum á Vestfjörðum boðið á leiksýningu. Litla Act alone verður haldin vikuna 9. – 13. maí og verða alls sýndar 16 ókeypis leiksýningar fyrir æsku Vestfjarða. Leiksýningar ársins á Litla Act alone eru fjórar og er fjölbreytileikinn í...
Sjá meira