fbpx

Author: lensherra

Ronja ræningjadóttir á Króknum

Leikfélag Sauðárkóks frumsýnir sunnudaginn 14. nóvember, barnaleikritið Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Sýnt er  í Bifröst á Sauðárkróki . „Ronja er eitt af mörgum frábæru leikverkum Astridar en hefur kannski ekki náð alveg sama flugi og önnur eins og t.d. Lína Langsokkur og Emil í Kattholti, sem mér finnst persónulega skrýtið því Ronja er bæði fjörugt og fallegt leikverk og það sama má segja um tónlistina í verkinu,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, formaður LS. Ronja ræningjadóttir fjallar um dóttur ræningjaforingjans Mattíasar og hvað gerist þegar hún tekur upp á því að vingast við Birki, son...

Read More

Líf og fjör hjá Leikfélagi Selfoss

Leikfélag Selfoss Beint í æð  Höfundur: Ray Cooney Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Á mínum ungdómsárum voru sýndir þættir í sjónvarpinu sem hétu Líf og fjör í læknadeild. Þættir þessir komu upp í hugann á sýningunni Beint í æð eftir Ray Cooney. Leikritið gerist á spítala og  í þessari uppsetningu er sá spítali Landakot og blasir Landakotskirkja við út um glugga sem er á leiksviðinu. Í leikritinu er ekki verið að fjalla um spítala með mikinn flæðivanda og lítið fer fyrir sögum af heilbrigðisstarfsfólki sem er að sligast. Í verkinu Beint í æð leikur starfsfólk spítalans...

Read More

Stúart litli í Mosfellsbæ

Leikfélagi Mosfellssveitar frumsýndi Stúart litla, glænýjan fjölskyldusöngleik föstudaginn 5.nóvember. Söngleikurinn er byggður á bókinni Stúart Litli eftir E.B. White og samnefndri kvikmynd sem flestir ættu að kannast við. Blær Kríli vill ekkert meira í heiminum en að eignast lítinn bróður. Friðrik Kríli og Nóra Kríli kynnast lítilli mús að nafni Stúart, kolfalla fyrir honum og ættleiða hann. Blær og heimiliskötturinn Snjói verða hins vegar ekki sátt við nýja fjölskyldumeðliminn. Við fylgjumst með Stúart takast á við ýmsar áskoranir og lenda í skemmtilegum ævintýrum. Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru feðginin Elísabet Skagfjörð sem leikstýrir og Valgeir Skagfjörð sem semur alla tónlist...

Read More

Jóel Ingi Sæmundsson

Netfang: joel.saemundsson@gmail.com Símanúmer: 6981638 Ferilsskrá: Úútskrifaðíst sem leikari árið 2009 frá Rose Bruford. Hefur unnið sem leikari síðan þá, og einnig leikstýrt hinum ýmsu áhugaleikfélögum og atvinnuleiksýningum. Haldið leiklistarnámskeið. Leikstjórnarverkefni meðal annars: Leikfélag Mosfellsveitar, Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Skagaleikhópurinn, Leikfélag Sauðarkróks, Leikfélag Keflavíkur. Hefur leikstýrt í Færeyjum, Leikhópnum Losja...

Read More

Fyrsti kossinn frumsýndur

Föstudagskvöldið 22.október frumsýndi Leikfélag Keflavíkur söngleikinn „Fyrsti kossinn“ í Frumleikhúsinu. Söngleikurinn er saminn af þeim Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni sem bæði hafa starfað innan leikfélagsins í mörg ár. Leikstjóri sýningarinnar er Karl Ágúst Úlfsson og danshöfundur Brynhildur Karlsdóttir. Uppselt var á frumsýninguna og óhætt að segja að stemningin hafi verið ótrúleg þar sem fólk ýmist hló og grét á milli þess sem það söng með lögunum. Sýningin er sett upp í tilefni 60 ára afmælis Leikfélags Keflavíkur og til heiðurs keflvíska rokkaranum Rúnari Júlíussyni en öll lögin tengjast ferli þessa einstaka tónlistarmanns með stóra hjartað. Sýningin...

Read More