fbpx

Author: lensherra

Dagbók Önnu Frank aftur á svið

Freyvangsleikhúsið frumsýndi nýja leikgerð á Dagbók Önnu Frank í febrúar á þessu ári en þurfti að hætta sýningum vegna samkomubanns í Covid-19 faraldrinum. Leikfélagið er þó ekki tilbúið að kveðja verkið og býður því upp á nokkrar sýningar á nýju leikári. Verkið verður eingöngu sýnt í október. Jafnframt mun félagið fylgja settum reglum og gildandi takmörkunum varðandi samkomuhald og því er aðeins takmarkaður sætafjöldi í boði fyrir hverja sýningu. Miðapantanir eru í síma 857-5598 og á tix.is. Sýning Freyvangsleikhússins er ný leikgerð og þýðing sem hefur ekki verið sett upp áður hér á landi. Þessi nýja leikgerð inniheldur kafla sem voru...

Read More

Fundargerð aðalfundar í Kópavogi 19. september 2020

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2020 – 70. fundur Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað.  Guðfinna Gunnarsdóttir formaður BÍL, stígur í pontu og setur fund við þessar sérstöku aðstæður. Stungið er upp á Vilborgu Valgarðsdóttur og Önnu Margréti Pálksdóttur sem fundarstjórum og Jónheiði Ísleifsdóttur og Gísla Birni Heimissyni sem fundarriturum og það samþykkt með lófataki. Guðfinna  þakkar Leikfélagi Kópavogs fyrir að skapa sótthreinsað umhverfi fyrir okkur og hýsa fundinn. Vilborg fundarstjóri stígur í pontu og býður alla velkomna. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum.  Dýrleif stígur í pontu og tilkynnir að það séu 11 atvæði í húsi, 1 kemur seint. Búið er að kanna lögmæti fundar og hann er löglegur. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd.  Sigríður Hafsteinsdóttir stígur í pontu og les menningarstefnu Bandalagsins. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá.  Hörður stígur í pontu og fer yfir ný félög og félög tekin af skrá. 39 félög greiddu árgjald í fyrra.  Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna gekk úr Bandalaginu á síðasta ári. Engar aðrar breytingar. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd.  Aðalfundargerð síðasta aðalfundar er borinn upp til atkvæða af Vilborgu og er hún samþykkt með öllum atkvæðum. Vilborg stingur upp á því að fundarmenn kynni sig. Farið er hringinn og allir kynna sig með nafni, leikfélagi og störfum fyrir Bandalagið. Skýrsla stjórnar.  Guðfinna stígur í pontu....

Read More

Aðalfundur BÍL haldinn í Kópavogi

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn í Kópavogi laugardaginn 19. sept. Fundinum hafði verið frestað síðastliðið vor vegna Covid-19 en ákveðið var að halda fundinn nú með breyttu sniði og ljúka honum á einum degi. 12 aðildarfélög sendu fulltrúa og einnig var fundinum streymt á vefnum þar sem fleiri gátu fylgst með. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf en það markverðasta þar fyrir utan voru vafalaust tillögur  að verklagsreglum sem Hrefna Friðriksdóttir hafði unnið að beiðni stjórnar og kynnti á fundinum. Verklagsreglurnar sem aðalfundur samþykkti að tækju þegar gildi, eru um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni í leiklistarstarfi...

Read More

Ljósa- og hljóðnámskeið í Þjóðleihúsinu

Þjóðleikhúsið stendur fyrir námskeiðum í annarsvegar lýsingu og hinsvegar hljóðvinnslu í leikhúsi nú í september. Námskeiðin eru ætluð þeim sem einhverja reynslu á viðkomandi sviði og eru hugsuð til að dýpka og víkka þekkingu viðkomandi. Námskeiðin verða haldin dagana 17. – 20. september sem hér segir (ATH! Tímar hafa breyst frá því þessi frétt birtist fyrst): Hljóðnámskeið: Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 17.30 -19.00 Lau 19. sept – Stóra svið – kl. 10.00 -13.00 Sun 20. sept – Stóra svið – kl. 13-14.30 Ljósanámskeið: Fös 18. sept – Málarasalur – kl. 20 – 21.30 Lau 19. sept...

Read More


Útsöluvörur