Author: lensherra

Bras í bústað – Umfjöllun um Stelpuhelgi

Undirrituð brá sér norður um síðustu helgi, nánar til tekið á Mela í Hörgársveit en þar sýnir Leikfélag Hörgdæla leikritið Stelpuhelgi um þessar mundir. Höfundur verksins er Karen Schaeffer og þýðandi Hörður Sigurðarson. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir þessum skemmtilega farsa sem nú er sýndur í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið fjallar um fjórar konur sem fara saman í sumarbústað til þess að eiga góða helgi saman, drekka vín og njóta lífsins. Fljótlega koma í ljós alls kyns flækjur sem verða til þess að plönin fara út um þúfur og við tekur æsispennandi atburðarás þar sem hver vitleysan rekur aðra....

Sjá meira

Saumastofan á Hofsósi

Leikfélag Hofsóss frumsýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 25. mars kl. 20:30. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Saumastofan er leikrit með söngvum sem frumsýnt var árið 1975, í tilefni kvennaársins. Leikritið er skrifað sem ádeila á þjóðfélagið á sínum tíma og er staða konunnar miðpunktur ádeilunnar. Verkið segir frá degi í lífi starfsfólks á saumastofu en ein kvennanna á afmæli og slá þær upp veislu í tilefni þess. Velt er upp ýmsum spurningum um stöðu konunnar, svo sem launamismun kynjanna, feðraveldið, þriðju vaktina og annað sem enn er í brennidepli.  Þannig á verkið, þrátt fyrir að...

Sjá meira

Leikfélag Ölfuss heldur aðalfund

Aðalfundur Leikfélags Ölfuss verður haldinn í húsnæði LÖ að Selvogsbraut 4 (á bak við Caffé Bristól) miðvikudagskvöldið 29. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir og þá sérstaklega nýir félagar. Margt skemmtilegt framundan....

Sjá meira

Rocky Horror á Ísafirði

Söngleikurinn Rocky Horror í uppsetningu Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði var frumsýndur 10.mars sl. í Edinborgarhúsinu í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Viðtökur voru frábærar og uppselt alla helgina. Það er takmarkaður sýningartími en síðasta sýning verður föstudaginn 17. mars. Söngleikurinn var fyrst frumsýndur 1974 og hefur notið gríðarlegra vinsælda og þekkja flestir lögin úr verkinu. Söguþráðurinn er á þá leið að nýtrúlofað par, Brad og Janet lenda í ógöngum á leið sinni að hitta gamlan vin. Rennandi blaut og köld ramba þau á drungalegan kastala. Þeim er boðið inn og eftir það verður ekki aftur snúið. Húsbóndinn er ekkert venjulegur og...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert