Fólkið í blokkinni í Freyvangi
Æfingar eru hafnar á Fólkinu í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson hjá Freyvangsleikhúsinu. Fólkið í Blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk sem ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Fjölskyldan Tryggvi og Solla með unglingana sína tvo Söru og Óla eru ekki hin hefðbundna fjölskylda en hvað er hefðbundið? Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að...
Sjá meira