Author: lensherra

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Benedikt búálf

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi söngleikinn um Benedikt búálf síðastliðinn föstudag. Benedikt búálf þekkja vel flestir, um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með grípandi lögum og tónlist sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gerði og söngtextar eftir Andreu Gylfadóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Sýningin var fyrst sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Síðan hefur hún margoft verið sett upp út um allt land, þar á meðal hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er komið að því að Leikfélag Sauðárkróks takist á við þetta stóra verkefni og hafa þau verið síðasta mánuðinn...

Sjá meira

Skertur opnunartími

Vegna fundar NEATA samtakanna hér á landi verður skertur opnunartími í Þjónustumiðstöð og Leikhúsbúð mán. 9. – fim. 12. október. Opið verður kl. 11.30-13.00 þessa daga. Vefverslunin er sem ávallt opin allan...

Sjá meira

Ársrit BÍL 2023

Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga árið 2023 er komið út. Í því eru að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna á liðnu leikári auk svipmynda úr sýningum og annars efnis. Ársritið má skoða hér og/eða hlaða því niður: Ársrit BÍL 2023 – léttútgáfa stakar síður Ársrit BÍL 2023 – léttútgáfa opnur Ársrit BÍL 2023 – í fullum...

Sjá meira

Halaleikhópurinn ræður leikstjóra

Halaleikhópurinn hefur ráðið Pétur Eggerz til að leikstýra leikhópnum í vetur. Skrifað var undir samninginn á almennum félagsfundi í Halanum þann 26. sept. Verið er að skoða ýmis leikrit og verður það kynnt þegar það verður ákveðið.  Pétur Eggerz er fæddur og uppalinn í Reykjavík, lengst af í Breiðholtinu. Eftir nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands nam hann leiklist í Lundúnum og útskrifaðist þaðan 1984. Hann hefur tekið þátt í leiksýningum hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og víðar. Honum hefur einnig brugðið reglulega fyrir í kvikmyndum og sjónvarpi. Þá vann hann um hríð við dagskrárgerð á Rás...

Sjá meira

NEATA Workshops – Öllum opnar vinnustofur 21. október

NEATA býður upp á 7 spennandi og fjölbreytt, námskeið/vinnustofur á vefnum, laugardaginn 21. október næstkomandi. Námskeiðin sem fara fram á ensku á Zoom, eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram hér. Nánari upplýsingar um námskeiðin, efni þeirra og kennarana má sjá í þessum PDF bæklingi. Hér að neðan má sjá námskeiðin og vinnustofurnar sem í boði eru skvt. ÍSLENSKUM tíma: 09:00 – 09:50 / TORBEN SUNDQVIST (SWE) “The plain and the poetic of my place on earth.” 10:00 – 12:00 / EERO OJALA (FIN) „About voice training“. 12:10 – 12:40 / TIINA MÖLDER (EST) “A moving body...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert