Author: lensherra

Auglýst eftir leikskáldum og leiklesurum

Halaleikhópurinn skipuleggur leiklestra af ýmsu tagi í vetur. Í tilefni að því sendir hópurinn eftirfarandi skilaboð til allra sem áhuga kunna að hafa: Ertu blundandi skúffuskáld? Áttu handrit að leikverki sem þig langar að hlusta á leiklesið ? Handritin þurfa ekki að vera fullbúin og þau mega vera drög eða hlutar – stutt eða löng – létt eða þung.Við erum ekki að leita eftir verkum eftir snillinga, það er öllu líklegra að þú verðir snillingur meðendurtekinni reynslu við að skapa eitthvað. Því ekki að gefa þér tækifæri á að fá verkið sem blundar í þér leiklesið af leikurum á...

Sjá meira

Leikfélag Blönduóss 80 ára

Leikfélagi Blönduóss heldur upp á 80 ára afmæli félagsins næstkomandi laugardag með viðburði í Félagsheimili Blönduóss. Saga leiklistar á Blönduósi spannar allt aftur til ársins 1897 en leikfélagið á staðnum var stofnað árið 1944. Í tilefni af þessu merkisafmæli verður sögusýning, sýndar gamlar upptökur af sviði og félagsstarfinu og veittar heiðursviðurkenningar svo eitthvað sé nefnt. Myndin að ofan er úr sýningu félagsins á Skugga-Sveini árið 1954.  Hér má finna tengil á viðburðinn á Facebook og hér er FB-síða...

Sjá meira

Allir á svið í Frumleikhúsinu!

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á föstudaginn farsann Allir á svið, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Rúnar Guðbrandsson sem hefur áratuga reynslu í leiklist. Farsinn Allir á svið er oft kallaður Drottning farsana enda er hér um að ræða sprenghlægilegt verk sem hefur slegið í gegn hvar sem það hefur verið sett upp. Sýningin fjallar um leikhóp sem er að setja upp leiksýningu sem heitir Nakin á svið. Fyrir hlé fá áhorfendur að fylgjast með generalprufu sýningarinnar, síðustu æfingu fyrir frumsýningu. Við fylgjum leikhópnum svo í sýningarferð um allt landið og fylgjumst með sýningum á Akureyri og Vík...

Sjá meira

Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga 2024

Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga árið 2024 er komið út. Í því eru að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna á síðasta leikári auk svipmynda úr sýningum og annars efnis. Ársritið má skoða hér og/eða hlaða því...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert