Author: lensherra

Samkomubann og leiksýningar

Stjórn BÍL sendi út tilkynningu vegna Covid-19 veirunnar í gær þar sem því var beint til stjórna félaganna að fara yfir stöðuna og taka ákvarðanir í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda. Í dag, eins og allir ættu að vita, hefur verið tilkynnt um  samkomubann frá og með 15. mars. Engu að síður hafa mörg félög þegar ákveðið að fresta yfirstandandi sýningum sem áttu að fara fram um helgina. Frestað hefur verið sýningum frá og með deginum í dag á Djöflaeyjunni hjá Leikfélagi Selfoss, Fjallinu hjá Leikfélagi Kópavogs og þá hefur Leikfélag Ölfuss sýnt lokasýningu á Kleinum. Leikfélag Fjallabyggðar sýndi síðustu sýningu á...

Read More

Leiklistarskólinn – opnað fyrir umsóknir

Opnað verður fyrir umsóknir í Leiklistarskóla BÍL, laugardaginn 14. mars kl. 16.00. Ekki þarf lengur að bíða til miðnættis til að senda inn umsókn. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á umsókn: Nafn, Kennitala, Netfang, Sími, Heimilisfang, Póstnúmer, Staður. Námskeið, Staðfestingargjald greitt/ógreitt, Ferilskrá (ef þörf er á, sjá námskeiðslýsingar). Auk þess er reitur fyrir athugasemdir ef þarf. Upplýsingar um skólann og námskeiðin er að finna...

Read More

Leiknáman

Leiknáman er nýjung á Leiklistarvefnum sem hleypt verður af stokkunum síðar á árinu. Um er að ræða gagnabanka með leiklistaræfingum. Leiknáman er ætluð kennurum og leiðbeinendum í leiklist, ekki síst þeim sem starfa með börnum og unglingum. Notendur geta leitað að hentugum æfingum eftir ýmsum skilyrðum s.s. aldri nemenda og tegund og/eða flokki æfinga. Aðgangur verður með áskriftarformi. Skólar og aðrir sem vilja nýta sér Leiknámuna fá aðgang gegn hóflegu árgjaldi. Leiknáman verður í stöðugri þróun og munu nýjar æfingar og leikir bætast við reglulega. Áskrifendur munu einnig geta leitað til Þjónustumiðstöðvarinnar með ráðleggingar varðandi leikrit og leikþætti til...

Read More