fbpx

Author: lensherra

Um Leikritasafnið

Um safnið: Leikritasafn BÍL er stærsta safn leikrita á íslensku. Safnið er afrakstur vinnu starfsmanna Bandalags íslenskra leikfélaga í hartnær 70 ár. Reglulega bætast ný leikrit við safnið sem nú telur á fimmta þúsund titla.  Handrit að láni: Hægt er að fá ljósrit eða rafræn handrit að láni úr safninu. Hægt er að koma við á Þjónustumiðstöð BÍL að Kleppsmýrarvegi 8 til að skoða og/eða fá handrit. Einnig er hægt að panta handrit í tölvupósti í netfangið info@leiklist.is. Um rafræn handrit: Rafræn handrit úr Leikritasafninu eru einungis ætluð viðtakanda. Viðtakandi skuldbindur sig til að dreifa því ekki rafrænt eða á annan hátt, utan þess verkefnis sem unnið er við. Rafræn handrit eru vatnsmerkt með kóða sem tengist viðtakanda í skráningarkerfi Leikritasafnsins. Lán á handriti þýðir EKKI að sýningaleyfi sé til staðar! Ávallt skal sækja sérstaklega um leyfi til sýninga....

Read More

Bak við tjöldin á N4

Sjónvarpsstöðin N4 hefur undanfarið ár eða svo sýnt stutta þætti þar sem fræðst er um starfsemi leikfélaganna á Norðurlandi. Nú þegar hafa verið gerðir þættir um Leikfélag Húsavíkur, Freyvangsleikhúsið, Leikfélag Hörgdæla, Leikfélag Dalvíkur og nú síðast Leikdeild UMF Eflingar. Valinkunnum leikarum úr röðum þessara félaga bregður fyrir í þáttunum. Hér má finna tengil á þessa skemmtilegu...

Read More

Fullkomið brúðkaup loks á svið

Leikfélag Fljótsdalshéraðs tefldi djarft í haust og hóf æfingar á Fullkomnu brúðkaupi eftir Robin Hawdon.  Því miður náðist ekki að frumsýna vegna veirunnar en nú er loks komið að stóru stundinni. Frumsýnt verður laugardaginn 23. janúar kl. 20.00 að Iðavöllum. Það er hinn margreyndi Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir verkinu. Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inn í atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni og herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað… Fullkomið brúðkaup...

Read More

Námskeið í leikritun á Selfossi

Leikfélag Selfoss stendur fyrir námskeiði í leikritun nú í janúar. Leiðbeinandi er Karl Ágúst Úlfsson en námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Fjallað verður um listina að segja sögu á sviði, helstu hugtök í leikritun, svo sem persónusköpun, uppbyggingu og framvindu. Nemendur kynnast aðferðum leikskáldsins og ráðum til að ná flæði í vinnu og texta. Unnið verður með stutt leikrit, 5-10 bls., með upphafi, miðju og endi. Einnig verður drepið á helstu skólum og kenningum í leikritun. Karl Ágúst lauk meistaragráðu í leikritun og handritagerð í Bandaríkjunum árið 1994. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda verka fyrir...

Read More

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2021-2022, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir (165/2019). Þjóðleikhúsið vill efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu og auka fjölbreytni í leikhúslandslaginu. Samstarfsverkefni sem valin eru til sýninga í Þjóðleikhúsinu verða hluti af leikári þess og stefnuáherslum, eru kynnt með verkefnaframboði þess og fá aðgang að sérþekkingu starfsmanna, sem og rýmum og tækjum leikhússins, skv. samningi þar um. Samstarfsverkefni geta verið sýnd á einum af leiksviðum Þjóðleikhússins, sem hluti af dagskrá...

Read More


Nýtt og áhugavert