Author: lensherra

Leikkonan og fíflið

Listahópurinn Kvistur sendir frá sér fjórða leikritið í röð hlaðvarpsleikrita en hópurinn hóf að gera hlaðvarpsleikrit á sínum tíma í samkomubanni vegna heimsfaraldurs. Leikritið er eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttir og var skrifað árið 2016 og vann þá meðal annars örleikrita samkeppni Uppsprettunnar. Leikkonan og fíflið fjallar um stöðu leikhússins sem samfélagsrýnis en í gegnum samræður leikkonunnar við fíflið er snert á sögu leikhússins og velt upp spurningum um hlutverk leikarans og áhorfandans. Leikarar eru Gunnar Jónsson og Eyrún Ósk Jónsdóttir en Óskar Harðarson  sér um tónlist og hljóðmynd. Hægt er að hlusta á verkið hér. Verkið er styrkt af Menningarnefnd...

Sjá meira

Heimsþing samtaka um leikhúsrannsóknir haldið á Íslandi

Í júní heldur Hugvísindasvið HÍ ráðstefnu um leikhús- og sviðslistarannsóknir. Yfirskrift ráðstefnunnar er Shifting Centres – In the middle of nowhere. Ráðstefnan er á vegum International Federation for Theatre Research, en hún er haldin árlega. Ráðstefnan fer fram á ensku. Heimsþingið hér á Íslandi hefur verið í undirbúningi í nokkur ár, að frumkvæði nokkurra íslensku leikhúsfræðinganna Magnúsar Þórs Þorbergssonar og Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur. Í fyrra var ráðstefnan haldin á Írlandi, en þurfti að fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Síðasta staðarráðstefna IFTR var í Shanghai í Kína árið 2019. Ráðstefnan hér verður svokallað heimsþing, eða World congress, en ráðstefnurnar kallast það þegar...

Sjá meira

Samlestur kominn í loftið

Samlestur er nýtt hlaðvarp,  skemmtiþáttur þar sem stjórnendur elta uppi sköpunarglatt fólk úr áhugaleikfélögum landsins. Viktor Ingi Jónsson og Lilja Guðmundsdóttir sem stýra þættinum, setjast niður í hverri viku með „… sturluðum leikstjórum, fárveikum leikhúsbakteríusjúklingum, geggjuðum leikurum, brjálæðislega skapandi höfundum og öllu klikkaða liðinu á bakvið tjöldin“ eins og segir í fréttatilkynningu. Markmið með hlaðvarpinu er að búa til vettvang fyrir listamenn og félög/hópa af öllum toga til að koma verkum sínum á framfæri, vekja athygli á áhugaleikfélögunum og samfélaginu sem þau hafa að geyma og sýna hversu mikilvægt þetta samfélag er fyrir svo marga. Stjórnendur stenfa að því...

Sjá meira

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 11. maí

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2022 verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir félagsins eru heimilislegir, léttir og skemmtilegir. Allir eru velkomnir. Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn í liðnum önnur mál. Tillögur til laga- eða skipuritsbreytinga má leggja fyrir aðalfund,...

Sjá meira