Author: lensherra

Ég var að koma af skemmtilegri leiksýningu!

Jólasveinar einn og …… fjórtán? Hrekkjalómarnir okkar ljúfu, synir Grýlu og Leppalúða, hafa löngum verið innblástur ýmsum höfundum, bæði til sagna, ljóða og leikrits.  Um þessar mundir sýnir Freyvangsleikhúsið barnasýninguna 14. jólasveinninn, sem er leikgerð unnin upp úr samnefndri bók eftir Ásgeir Ólafsson Lie, en bókin kom út fyrir sex árum síðan. Það er alltaf fagnaðarefni þegar ný verk rata á fjalirnar og hefur Freyvangsleikhúsið verið ákaflega ötult í þeirri frumsköpun, sem og að leyfa félagsfólki að spreyta sig á listrænni stjórn sem einnig á við hér, en formaðurinn Jóhanna Ingólfsdóttir leikstýrir og  lagar söguna að leikhúsinu. Í stuttu...

Sjá meira

Fjórtándi jólasveinninn í Freyvangi

Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið barnaleikrit eftir Ásgeir Ólafsson Lie og segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Þetta jólaævintýri er hugljúf jólasaga sem segir söguna af barni sem kemur óvænt í heiminn og var í raun ekki gert ráð fyrir. Ólátabelgur er frábrugðin öðrum í fjölskyldunni og hefur hvorki hlutverk né tilgang innan fjölskyldunnar. Það að vera öðruvísi en allir í kringum sig og falla ekki inní hópinn getur verið erfitt, því þarf Ólátabelgur...

Sjá meira

Blái hnötturinn á Flateyri

Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00 frumsýnir Leikfélag Flateyrar hið æsispennandi ævintýri um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Flateyri og er  sýningin skemmtileg fyrir unga sem aldna. Í þessu spennandi og hlýja leikriti verða villibörnin sem búa á Bláa hnettinum logandi hrædd þegar geimskip brotlendir á plánetunni þeirra. Þar er mættur hinn galsafulli Gleði-Glaumur, sem lofar þeim endalausu fjöri og meira stuði í skiptum fyrir það dýrmætasta sem þau eiga – æskuna sína. Úr verður langhættulegasta ævintýri sem gerst hefur á Bláa hnettinum fyrr eða síðar. Að leikritinu kemur fjöldi íbúa á Flateyri eða...

Sjá meira

Uppselt fram að jólum í Ávaxtakörfunni

Leikfélag Hveragerðis frumsýndi Ávaxtakörfuna í lok september og hafa viðtökurnar ekki staðið á sér. Uppselt er á allar sýningar fram að jólum en síðasta sýning fyrir jól er sunnudaginn 8. desember. Þá fá leikarar og baksviðsfólk kærkomið jólafrí en þá verður búið að sýna 22 sýningar fyrir fullu húsi. Það er alltaf ánægjulegt þegar sýningar ganga vel og leikhópurinn og aðstandendur fá að uppskera ríkulega laun erfiðisins frá æfingatímabilinu. Það er alls ekki sjálfgefið að sýningar áhugaleikfélaga gangi svona vel og erum við virkilega glöð með viðtökurnar. Með þessum viðtökum erum við að fá staðfestingu á því að sú...

Sjá meira

Svarta kómedían á Borg

Leikfélagið Borg sýnir hinn sprenghlægilega farsa Svörtu kómedíuna í Félagsheimilinu Borg. Svarta kómedían er sprenghlægilegur farsi um ungan mann sem þarf að kljást við þrjá elskhuga sína, tannhvassan verðandi tengdaföður, og heyrnalausan miljónamæring – og það allt í algjöru rafmagnsleysi á regnvotu sunnudagskvöldi í London ca. 1965.  Ungur listamaður og mikill elskandi að nafni Brindsley býr í hrörlegri íbúð í London sem hann er búinn að laga aðeins til fyrir kvöldið. Hann er kominn með nýja unnustu og á von á stórfenglegu kvöldi með afar mikilvægum gestum. Á ögurstundu fer rafmagnið af húsinu og í einni hendingu er kvöldið...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert