Höfundur: lensherra

Frestur til að skila styrkumsókn rennur út 10. júní

VIð minnum á að frestur til að skila styrkumsóknum fyrir liðið leikár rennur út miðvikudaginn 10. júní. Félög þurfa að skrá sig inn á vefinn til að fylla út umsókn. Ef spurningar eru varðandi innskráningu eða umsóknina sjálfa hafið samband við Þjónustumiðstöð í 551-6974 eða info@leiklist.is. Minnum einnig á að til að koma upptökum á Vimeo þarf að biðja um aðgang á ofangreint netfang og gefa upp það netfang sem óskað er eftir að nota til að hlaða upp upptökum af sýningum. Einnig má minna á að senda leikskrár, veggspjöld og myndir úr sýningum með...

Read More

Leiklistarhátíð NEATA 2020 í Eistlandi

Þrátt fyrir veirufár og allt sem því hefur fylgt, er stefnt að því að halda elleftu NEATA leiklistarhátíðina í Eistlandi í ár. Hátíðin verður haldin á eyjunni Saaremaa undan ströndum Eistlands 10. – 13. september í haust. Eistar bjóða íslenskum leikhóp á hátíðina og verður gisting, fæði og ferðir innanlands fyrir allt að 10 manns, greiddar af gestgjöfum. Félög sem hafa áhuga á að sækja um með sýningu sendi umsókn á info@leiklist.is.  Fram þarf að koma nafn félags, leiksýning og tengiliður félags. NEATA, Norður-Evrópsku áhugaleikhússamtökin, eru samtök áhugaleiksambanda á Norðurlöndunum og í Baltnesku ríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Samtökin hafa haldið...

Read More

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 3. júní

Aðalfundur Leikfélags Selfoss 2020 verður haldinn miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Viðhöfð verða venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör og inntaka nýrra félaga.  Aðalfundir LS eru heimilislegir og í flesta staði léttir og skemmtilegir og allir eru velkomnir. Sérstaklega er vakin athygli á því að nýir félagar geta gengið formlega í félagið á aðalfundi. Einnig er vakin athygli áhugasamra á því að skuldlausir félagar geta boðið sig fram í stjórn og varastjórn á aðalfundi (nýir félagar líka). Auk þess er fundarmönnum frjálst að leggja erindi og fyrirspurnir fyrir fundinn undir liðnum önnur mál. Tillögur til laga-...

Read More

Umsóknarfrestur til 10. júní

Frestur til að skila umsóknum um styrk vegna starfsemi áhugaleikfélaga rennur út 10. júní næskomandi. Umsóknareyðublað er að finna á Leiklistarvefnum. Nánari upplýsingar um innskráningu og annað er lýtur að umsókninni er hægt að fá á Þjónustumiðstöð BÍL í síma 551-6974 eða info@leiklist.is. Sama gildir um upptökur af sýningum sem hlaða þarf upp á...

Read More