Author: lensherra

Stjórnleysi á Seyðisfirði

Leikfélag Seyðisfjarðar frumsýndi fimmtudaginn síðastliðinn verkið Stjórnleysingi ferst af slysförum eftir Nóbelskáldið Dario Fo. Leikstjórn var í höndum Snorra Emilssonar og Ágústar T. Magnússonar. Er þetta fyrsta uppsetning leikfélagsins síðan 2018.  Leikhópurinn samanstendur af  sex leikurum, blöndu af nýliðum og reynsluboltum. Leikfélagið bætir við aukasýningu mið. 12. desember. Sýnt er í Herðubreið á Seyðisfirði.  Nánari upplýsingar má fá á Facebook-síðu...

Sjá meira

Þytur í laufi í Húnaþingi

Síðustu vikur hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið að æfa leikritið Þytur í laufi – ævintýri við árbakkann.  Leikstjóri er Greta Clough og er þetta fjórða barnaleikritið sem hún leikstýrir fyrir leikflokkinn en hún hefur komið að um 20 barnaleikritum í heild.  Leikgerðin er byggð á hinni heimsþekktu sögu Kenneth Grahame en handritið var þýtt af Ingunni Snædal. Hinn vitri og sérvitri Greifingi, vatnselskandi Rotti og hinn feimni og innhverfi Moldi þurfa að hafa sig alla við að halda í bremsuna á kærulausa og auðuga Todda þegar hans nýjasta æði heltekur hann og veldur miklum usla í sveitinni kringum ánna....

Sjá meira

Jólaævintýri Hugleiks í Gamla bíó

Leikfélagið Hugleikur er 40 ára þetta leikárið. Því fagnar félagið með að setja aftur á svið vinsælasta leikrit félagsins frá upphafi; gamansöngleikinn Jólaævintýri Hugleiks sem nú hefur hvílst í 18 ár. Jólaævintýrið byggir á Christmas Carol eftir Charles Dickens en að þessu sinni gerist verkið í íslenskum baðstofuraunveruleika í gamla daga. Ebeneser Skröggur er nískari og verri en nokkurri sinnum fyrr en öll vonska víkur að lokum fyrir sönnum jólaanda, kærleika og ást. Höfundar verksins auk Charles Dickens, eru þau Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. Piltarnir Bibbi og Toggi gerðu einnig tónlistina í verkinu...

Sjá meira

Styrktarsýning í Borgarleikhúsinu fyrir Íslandsdeild Amnesty International á Alþjóða degi mannréttinda

Kæru leiklistarunnendur, Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt þann 10. desember 1948. Hún var samin í kjölfar hryllings seinni heimstyrjaldarinnar þar sem ríki sameinuðust um grundvallarréttindi hverrar manneskju. Nú þegar liðin eru 75 ár frá þessum merka degi stendur Amnesty International fyrir viðburði til að minnast þessa dags. Allt starf okkar byggir á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og því er heldur betur tilefni til að fagna. Til að fagna 75 árum frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður vegleg dagskrá haldin í Borgarleikhúsinu sem hefst klukkan 16:00. Leiklestrarfélagið og hljómsveitin Mandólín standa fyrir leiklestri með tónlist. Flutt verður verkið Allir þeir við falli...

Sjá meira

Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit

Freyvangsleikhúsið Höfundur og leiksstjóri: Jóhanna Ingólfsdóttir Höfundur tónlistar: Eirikur Bóasson Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir barnajólaleikritið Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit. Leikritið er samið af heimakonunni Jóhönnu Ingólfsdóttur en hún tekur hinar þekktu persónur A.A.Milne og blandar þeim saman við íslenskar þjóðsagnaverur. Leikritið fjallar um Bangsimon og Grísling sem komnir eru til Íslands til þess að finna íslensku jólasveinana af því að þeir höfðu heyrt að þeir væru 13 talsins. Á leiðinni upp í fjöll rekast þeir á afturgöngu, álf, jólaköttinn og svo loks Stúf og reyna að fá aðstoð þeirra til að finna alla jólasveinana með frekar misjöfnum...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur