Author: lensherra

Beint í æð í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir um þessar mundir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Verkið er sannkallaður flækjufótur sem kallar á að áhorfandi taki ekki augun af sviðinu og fylgist með af öllum kröftum. Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð en þetta er í fyrsta skipti sem Valgeir leikstýrir fyrir Leikfélag Fjallabyggðar. Leikarahópurinn er fjölbreyttur en alls taka 11 leikarar þátt í sýningunni á aldrinum 17 til 62 ára Þar af eru tveir sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviðinu. Sýnt er í Tjarnarborg í Ólafsfirði og upplýsingar um sýningar er hægt að finna á...

Sjá meira

Lísa í Undralandi hjá Leikfélagi Hornafjarðar

Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir söngleikinn Lísu í Undralandi, laugardaginn 9. mars. Lísa leggur af stað í ótrúlegt ferðalag þar sem á vegi hennar verða ýmsar furðuverur og og hún lendir í allskonar óvæntum uppákomum. Leikstjóri er Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og er þetta frumraun hennar sem slíkur. Alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni en í hlutverki Lísu er Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir. Birna Jódís Magnúsdóttir sér um leikmynd, búninga og útlitshönnun en lætur það ekki nægja þvi hún fer einnig með hlutverk Hjarta Drotningarinnar. Hafdís Hauksdóttir er tónlistarstjóri og fer einnig með hlutverk kálormsins. Ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Leikhópurinn er afar...

Sjá meira

Lína langsokkur í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir um þessar mundir leikritið Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren sem fólk á öllum aldri ætti að þekkja.  Þegar ný stelpa flytur inn í Sjónarhól með apann sinn Herra Níels og hestinn Litla Kall umturnast líf Tomma og Önnu og þau lenda í hverju ævintýrinu á eftir öðru.  Aron Martin Ásgerðarson leikstýrir verkinu, Þorsteinn Jónsson er tónlistarstjóri og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Stór hópur leikara og tónlistarfólks tekur þátt í uppsetningunni og mega gestir eiga von á sannkallaðri söng- og dansveislu. Sýningar fara fram á sunnudögum í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og er miðasalan í...

Sjá meira

Bróðir minn Ljónshjarta í Hörgárdal

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir núna á fimmtudag 7. mars hið heimþekkta leikverk Bróður minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er að Melum í Hörgársveit. Uppselt er á frumsýningu en örfáir miðar lausir á sýningar um helgina. Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það, það er svikari í Kirsuberjadal sem...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert