Fiðlarinn á þakinu er Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2024
Sýning Litla leikklúbbsins á Ísafirði á Fiðlaranum á þakinu hefur verið valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnenfd Þjóðleikhússins. Vala Fannell frá Þjóðleikhúsinu tilkynnti valið á hátíðarkvöldverði á aðalfundi Bandalagsins fyrir stundu síðan. Vala var formaður dómnefndar Þjóðleikhússins en með henni sátu leikararnir Örn Árnason og Björn Thors. Umsögn dómnefndar um sýninguna: „Það er samdóma álit dómnefndar að sýning Litla leikklúbbsins á Fiðlaranum á þakinu í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur skuli verða fyrir valinu sem athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2023-2024. Sýningin er unnin af gríðarlegum metnaði og hvergi slegið af kröfum við uppfærsluna. Frábært samstarf Litla leikklúbbsins og Tónlistarskólans á Ísafirði skilar ljómandi góðri...
Sjá meira


