Sex í sveit á Húsavík
Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Sex í sveit í Samkomuhúsinu lau. 1 .mars næstkomandi. Verkið Sex í sveit eftir Marc Camoletti er hefðbundinn gamanleikur með alls konar misskilningi, flækjum, lygum, framhjáhaldi og almennu fjöri. Valgeir Skagfjörð leikstýrir hjá LH að þessu sinni. Sex í sveit fjallar um hjónin Benna og Þórunni sem fara í bústaðinn sinn í Eyjafirði. Hann var búinn að skipuleggja „stráka-helgi“ með besta vini sínum og reyndar viðhaldinu sínu líka á meðan Þórunn ætlaði að vera fyrir austan hjá mömmu sinni. Þegar Þórunn hins vegar kemst að því að Ragnar besti vinur Benna er á leiðinni snýst henni...
Sjá meira


