Author: lensherra

Frumsýning á Bót og betrun

Leikfélag Kópavogs frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun laugardaginn 1. febrúar kl. í Leikhúsinu að Funalind. Bót og betrun segir frá bótasvindlaranum Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja bætur  út úr félagslega kerfinu,  þegar hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og Eric kemst að því að það er stundum einfaldara að komast á bætur en af,þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla. Að endingu er hann rígfastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum og eiginkonan er full grunsemda. Til að höggva á hnútinn þarf Eric að losa sig...

Sjá meira

Blóðug myrkraverk í Tjarnarbíó

Kómedíuleikhúsið er mætt til borgarinnar með blóðuga en sögulega leikstykkið Ariasman eftir Tapio Koivukari. Árið 2011 kom út samnefnd bók eftir Tapio sem vakti mikla athygli. Enda er hér á ferð sönn saga um Baskamorðin hrottalegu á Vestfjörðum árið 1615. Leikritið Ariasman verður sýnt í Tjarnarbíó í Reykjavík og verða aðeins þrjár sýningar í boði. Fyrsta sýning er fimmtudaginn 30. janúar kl.20.00. Næstu sýningar verða viku síðar eða miðvikudaginn 5. febrúar og daginn eftir fimmtudaginn 6. febrúar. Miðasala fer fram á tix.is  Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2025 – umsókn

Skólanefnd hefur yfirfarið umsóknir í skólann. Fullt er nú á námskeiðin Leiklist II, Leikritun II og Trúðanámskeið. Enn eru laus pláss fyrir Höfunda í heimsókn. Opnað verður hér fyrir umsóknir kl. 17.30 þann 1. mars. Umsókn telst gild frá og með þeim tíma sem staðfestingargjald hefur verið greitt og umsókn hefur borist. Þann 3. apríl verður send staðfesting á þá umsækjendur sem fengið hafa pláss á námskeiði. Öðrum verður boðið að vera á biðlista. Síða Leiklistarskólans 2025 Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars kl....

Sjá meira

NEATA Youth Festival í Litháen 2025

NEATA, Norður-Evrópsku áhugaleikhússamtökin bjóða íslenskum leikhóp ungmenna á leiklistarhátíð í Kreting í Litháen 8.-12. maí 2025. Hátíðin er ætluð leikhópum ungmenna á aldrinum 14.-17. ára. Leiksýningar skulu vera á bilinu 30-60 mínútna langar en að öðru leyti eru ekki gerðar kröfur um form eða innihald. Nánar má fræðast um hátíðina og skipulag hennar hér. Umsóknareyðublað má finna hér. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Þjónustumiðstöð BÍL í síma 551-6974 eða...

Sjá meira

Lápur, Skrápur og jólaskapið á Ísafirði

Litli leikklúbburinn frumsýndi jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson, í leikstjórn Tinnu Ólafsdóttur um liðna helgi en þetta er fyrsta verkið sem Tinna leikstýrir. Uppselt var á báðar sýningarnar um helgina og fóru leikhúsgestir uppfullir af jólaskapi af sýningunni. Miðasala er í fullum gangi á sýningarnar á næstu helgi og hægt að kaupa miða á vef félagsins. Lápur, Skrápur og jólaskapið er sannkölluð fjölskyldusýning, þar sem börn á öllum aldri tengd aðstandendum sýningarinnar sátu æfingar og syngja nú lögin úr sýningunni heima hjá sér (að minnsta kosti er það raunin á heimili formannsins).  Lápur, Skrápur og jólaskapið...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað