Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Rúa og Stúa fimmtudaginn 30.apríl kl. 18.00 í Leikhúsinu við Funalind.
Rúi og Stúi eru sérkennilegir uppfinningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða lagað hvað sem er.Bæjarbúar eru afar ánægðir með vélina eins og gefur að skilja en blikur eru á lofti þegar vélin bilar og bæjarstjórinn hverfur. Samtímis fer skuggalegur karakter á kreik í bænum og undarlegustu hlutir fara að hverfa úr fórum bæjarbúa.
Sex leikarar taka þátt í sýningunni sem er í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Aðstoðarleikstjóri og allsherjarreddari er Sigrún Tryggvadóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir sér um leikmynd og lýsingu annast Arnar Ingvarsson og Skúli Rúnar Hilmarsson. Fjölmargir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóg til að gera sýninguna sem best úr garði.
Miðaverð er 1.000 kr. og miðapantanir eru í midasala@kopleik.is eða s. 823 9700. Sýnt er í Leikhúsinu að Funalind 2.
Frumsýning er fim. 30. apríl eins og áður segir en aðrar sýningar eru:
Lau. 2. maí. kl. 13.00
Lau. 2. maí kl. 16.30
Sun. 3. maí kl. 14.00
Lau. 9. maí. kl. 14.00
Sun. 10. maí kl. 14.00
Lau. 16. maí kl. 14.00