Í kvöld, föstudaginn 24. apríl verður haldin höfundasmiðja hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskóla. Höfundasmiðjan hefst klukkan 18 um kvöldið og stendur til tvö um nóttina. Ætlunin er að allir þeir sem hafa áhuga á að skrifa stuttverk hittist og skrifi saman hver sinn leikþátt út frá sameiginlegu þema með stuðningi hver frá öðrum. Höfundasmiðjan er öllum opin og meginmarkmiðið að hittast, hlæja og skemmta sér yfir skrifunum.

Tólf á hádegi er síðan almennur félagsfundur hjá leikfélaginu, líka öllum opinn þar sem verkin frá föstudagskvöldinu verða leiklesin, valdir leikstjórar, leikarar og aðstoðarfólk úr hópi áhugasamra og gefin vika til æfinga.  

Hápunktur vikunnar verður svo örleikritakvöld sem haldið verður fimmtudaginn 1. maí klukkan 21:00 í Lækjarskóla. Ókeypis inn og öllum opið meðan húsrúm leyfir!

Nánari dagskrá er að finna hér fyrir neðan en við hjá leikfélaginu viljum hvetja alla sem vettlingi geta valdið að koma og taka þátt, hlæja með okkur og hafa gaman. Reynsla af skrifum, leikstjórn, leiklist eða lífinu yfirleitt er ekkert skilyrði.

Örleikritahátíð Leikfélags Hafnarfjarðar
"Að dansa… Jenka er draumurinn"

Föstudagur 23. apríl
18:00 Mæting í Lækjarskóla, handritshöfundar
18-20 Brainstormfundur – efni og þema ákveðið
20-23 Handritsskrif – status fundir á klukkutíma fresti
23-02 Handrit kláruð og samlesin

Laugardagur  24. apríl
Kl 12:00 félagsfundur
Fólk býður sig fram í:
– Leikstjórn
– Leik
– Lýsingu og útlit og stjórnun á sýningum.

Nöfn handrita sett í skál
Leikstjórar sem bjóða sig fram draga nöfn úr skálinni
Leikarar sem bjóða sig fram samlesa öll handritin
Leikarar skrifa sig á miða, leikstjórar fara afsíðis og velja í sameiningu leikara
Stefnt að því að allir sem vilja fái að spreyta sig á leiksviðinu
15:00 Leikstjórar tilkynna hvaða verk þeir eru með og hvaða leikarar eru í þeim
15:30 Handritin leiklesin

Laugardagur til föstudags – leikstjórar ákveða æfingar með leikhópnum og æfa verkin

Frumsýning föstudaginn 1. maí – kl 21:00
Partý á eftir og stanslaust stuð – Ókeypis inn.

Sunnudagur 3. maí kl 16.00
Félagsfundur og örleikritadagskráinn rædd.

{mos_fb_discuss:2}