Í ágúst verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit í Laugaborg í Eyjafirði. Það heitir Gutti & Selma og ævintýrabókin, eftir Pétur Guðjónsson.

Það er hópur sem kallar sig Draumaleikhúsið sem setur upp sýninguna sem er í samvinnu við Handverkshátíð Eyjafjarðar sem haldin er á Hrafnagili.

Leikritið er 40 mínútna langt en fullt af lífi og fjöri. Þar segir frá systkinum Gutta og Selmu sem eru 8 og 10 ára. Þau finna ævintýrabók og upp úr henni koma ýmsar persónur sem í fyrstu þykja afar spennandi en svo fer gamanið að kárna þegar tröll og ýmsar kynjaverur koma út úr bókinni.
Sýning inniheldur þekkta tónlist, m.a. Guttavísur, Lagið um það sem er bannað, Ég langömmu á og Skýin svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin er í tengslum við Handvershátíð eins og áður segir en það eru allir velkomnir á sýninguna og verða þær sem hér segir:

Fimmtudagur 9. ágúst
Föstudagur 10. ágúst
Laugardagur 11. ágúst
Sunnudagur 12. ágúst

Alla dagana eru sýningar kl.13 og 15

Miðasala er við innganginn og á guttiogselma@gmail.com