Shakespeare gengur til liðs við Hugleik í síðasta verkefni félagsins á leikárinu. Ekki þó sjálfviljugur.  Höfundar félagsins hafa lagst yfir verk skáldsins og stolið þaðan öllu sem hnýsilegt má teljast en skrumskælt annað af vel þekktu smekkleysi sínu, og jafnvel samið frá grunni ýmislegt með misbeinar vísanir í verkin. Leikstjórar og leikendur hafa síðan bætt um betur með sínum uppátækjum.

Útkoman er dagskrá sem fengið hefur nafnið Gamli góði Villi – Sjeikspír í höndum Hugleiks og óhætt að fullyrða sjaldan hefur sá gamli komist í hann krappari.

Æfingar á leikþáttum og tónlist fyrir dagskrána standa nú yfir og verður útkoman sýnd sunnudaginn 29. maí kl. 16 og mánudaginn 30. maí kl. 20. Að því loknu getur sá gamli lagst til hvílu aftur, en hann er grafin við altarið á kirkjunni í heimabæ sínum. Á legsteininum standa þessi orð, sem Hugleikarar hafa greinilega ekki lesið:

Good Friend, for Jesus’ sake forbear
To dig the dust enclosed here:
Blessed be the man that spares these stones,
And curst be he that moves my bones.

{mos_fb_discuss:2}