Leikfélagið Sýnir heldur aðalfund 19. maí

Leikfélagið Sýnir heldur aðalfund 19. maí

Fimmtudaginn 19. maí kl. 20 heldur Leikfélagið Sýnir aðalfund sinn að Eyjarslóð 9, húsnæði Hugleiks. Þar verður, auk hefðbundinna aðalfundastarfa, kynnt verkefni næsta sumars sem verður ný leikgerð á riddarasögunni af Tristan og Ísönd sem Ármann Guðmundsson og Guðrún Sóley Sigurðardóttir hyggjast vinna í samvinnu við leikhópinn. Nýir jafn sem gamlir Sýnarar eru hvattir til að mæta á fundinn og vera með í sýningunni í sumar.

Leikfélagið Sýnir var stofnað af nemendum fyrsta árs Leiklistarskóla Bandalagsins árið 1997. Síðan hefur félagið sett á annan verka með sérstaka áherslu á útileiksýningar og hefur þá gjarnan farið með í leikferðir út á land. Á meðal verka sem félagið hefur sett upp eru Draumur á Jónsmessunótt, Mávurinn, Stútungasaga og sl. sumar setti félagið Allir komu þeir aftur. Einnig tók félagið þátt í einþáttungahátíð Bandalagsins í Mosfellsveit fyrir skemmstu.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Leikfélagið Sýnir heldur aðalfund 19. maí 272 14 maí, 2011 Allar fréttir maí 14, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa