Fimmtudaginn 19. maí kl. 20 heldur Leikfélagið Sýnir aðalfund sinn að Eyjarslóð 9, húsnæði Hugleiks. Þar verður, auk hefðbundinna aðalfundastarfa, kynnt verkefni næsta sumars sem verður ný leikgerð á riddarasögunni af Tristan og Ísönd sem Ármann Guðmundsson og Guðrún Sóley Sigurðardóttir hyggjast vinna í samvinnu við leikhópinn. Nýir jafn sem gamlir Sýnarar eru hvattir til að mæta á fundinn og vera með í sýningunni í sumar.

Leikfélagið Sýnir var stofnað af nemendum fyrsta árs Leiklistarskóla Bandalagsins árið 1997. Síðan hefur félagið sett á annan verka með sérstaka áherslu á útileiksýningar og hefur þá gjarnan farið með í leikferðir út á land. Á meðal verka sem félagið hefur sett upp eru Draumur á Jónsmessunótt, Mávurinn, Stútungasaga og sl. sumar setti félagið Allir komu þeir aftur. Einnig tók félagið þátt í einþáttungahátíð Bandalagsins í Mosfellsveit fyrir skemmstu.

{mos_fb_discuss:2}