Hjálp !
Leikhús, komdu mér til hjálpar Ég sef. Vektu mig Ég er týndur í myrkrinu, leiddu mig, í það minnsta að kertaloga Ég er löt, láttu mig skammast mín Ég er þreyttur, reistu mig við Mér stendur á sama, lemdu mig Mér stendur enn á sama, hjólaðu í mig Ég er hræddur, hughreystu mig Ég er fáfróð, menntaðu mig Ég er skepna, gerðu mig að manneskju Ég er tilgerðarlegur, komdu mér til að veltast úr hlátri Ég er kaldhæðin, sláðu mig út af laginu Ég er heimskur, breyttu mér Ég er illgjörn, refsaðu mér Ég er ráðríkur og grimmur, berstu gegn mér Ég er smámunasöm, gerðu grín að mér Ég er ókurteis, viltu ala mig upp Ég er mállaus, leystu mig Mig dreymir ekki lengur, segðu mér að ég sé aumingi eða fáviti Ég hef gleymt, helltu Minningunni yfir mig Mér finnst ég gömul og þreytt, láttu Barndóminn vakna Ég er þungur, gefðu mér Tónlistina Ég er leið, náðu í Gleðina Ég er heyrnarlaus, láttu Þjáninguna öskra í óveðrinu Ég er stressaður, láttu Viskuna vitja mín Ég er veik, kveiktu Vináttu Ég er blindur, kallaðu til öll Ljósin Ég er undirgefin Ljótleikanum, kynntu Fegurðina allsráðandi til sögunnar Hatrið hefur náð tökum á mér, láttu alla krafta Ástarinnar tala til mín
Athugið: Það er viljandi sem karlkyn og kvenkyn er notað á víxl. Ekki leiðrétta það !
Guðrún Vilmundardóttir þýddi |
|