Leiksýning Hugleiks, Sá glataði, hefur verið valin til að fara sem fulltrúi Íslands á NEATA-leiklistarhátíðina í Sønderborg í Danmörku dagana 31. júlí til 5. ágúst í sumar. Leikstjóri verksins er Ágústa Skúladóttir og handritshöfundur Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Tvær umsóknir bárust um að fara á hátíðina en auk Hugleiks sótti Leikfélagið Sýnir um að fara með sýninguna Tristram og Ísönd.

Þetta er í sjötta skipti sem verk í leikstjórn Ágústu Skúladóttur er valið til að fara á NEATA-hátíð. Árið 2002 fór Leikfélag Kópavogs með Grimms til Svíþjóðar, árið 2004 fór Hugleikur með Undir hamrinum til Eistlands, 2006 fóru Hugleikur og Leikfélag Kópavogs með Memento Mori til Færeyja og sömu félög fóru svo með Bingó til Lettlands 2008. Loks leikstýrði Ágústa færeysku sýningunni Havgird sem sýnd var á hátíðinni á Akureyri 2010. Auk þess fór Hugleikur með óperuþykknið Bíbí og blakan á hátíðina í Litháen árið 2000.

Sýningar standa ennþá yfir á Þeim glataða og næstu sýningar eru sem hér segir:

Þri. 21.02. – Uppselt
Mið. 22.02. – Örfá sæti laus
Sun. 26.02. – Örfá sæti laus
Lau. 10.03.            
Sun. 11.03.             
Fös. 16.03. – Örfá sæti laus    
Lau. 17.03. Síðasta sýning

Sýningar hefjast kl. 20, sýnt er að Eyjarslóð 9 og hægt að bóka miða á www.hugleikur.is

{mos_fb_discuss:2}