Á fimmtudaginn 25.mars frumsýnir Áhugaleikhús atvinnumanna þriðja örverk sitt um árattur, kenndir og kenjar.  Verkið, sem ber heitið Mars, er 10 mínútna hugleiðing um líðandi stund og er sýnt í beinni útsendingu á www.herbergi408.is, frá Útgerð, Hugmyndahúss háskólanna sem er nýtt gjörningarými við Grandagarð 16. Sýningin er hluti af 12 verka röð sem mynda eina heild og verða sýnd í einu lagi í lok desember og verður þá einskonar annáll ársins 2010. 

Listamönnum Áhugaleikhúss atvinnumanna hefur nýverið verið úthlutað listamannalaunum úr launasjóði sviðslistamanna vegna verkefna sinna en nú í vor mun leikhúsið endurflytja Ódauðlegt verk um stríð og frið. Verkið er nú í vinnslu hópsins en Hilmar Örn Hilmarson tónskáld hefur lagt leikhúsinu lið og er í þann mund að semja tónverk undir leiksýninguna sem verður sýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu í maí en fleiri ódauðleg verk eru í undirbúningi.

í tilefni frumsýningar Mars  sem verður í hádeginu kl.12:30 fimmtudaginn 25.mars, mun Áhugaleikhús atvinnumanna sýna fyrsti ársfjórðungurinn, Janúar, Febrúar og Mars í samfellu það sama kvöld kl. 20 og aftur kl.21.

Leiksýningar Áhugaleikhúss atvinnumanna flokkast ekki undir markaðsvöru heldur samtal og er því ókeypis á alla viðburði leikhússins.

Örverk um áráttur, kenndir og kenjar
eftir Steinunni Knútsdóttir í samvinnu við hópinn
leikstjóri Steinunn Knútsdóttir

Janúar
Leikarar:
Aðalbjörg Árnadóttir
Ólöf Ingólfsdóttir

Febrúar
Leikarar:
Árni Pétur Guðjónsson
Hannes Óli Ágústsson

Mars
Leikarar:
Árni Pétur Guðjónsson
Kristjana Skúladóttir
Sveinn Ólafur Gunnarsson

Myndvinnsla og útsendingar Hákon Már Oddson og nemar Borgarholtsskóla.

{mos_fb_discuss:2}