Það verður líf og fjör í Ísafjarðarbæ um páskana einsog verið hefur í gegnum áratugina. Fjölmargt skemmtilegt verður í boði allt frá rokki til skíðalista. Í leikhúsinu verður líka allt í botni og stuði. Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Litla leikklúbbinn á Ísafirði og Leikdeild Höfrungs á Þingeyri bjóða uppá sérstaka leikhúspáska. Boðið verður uppá þrjár sýningar sem allar hafa fengið góðar viðtökur áhorfenda og hafa verið sýndar við miklar vinsældir þennan vestfirska leikúsvetur.

Leikurinn hefst miðvikudaginn 31. mars með sýningu á Heilsugæslunni í Arndardal. Síðan tekur hver sýningin við af annarri en rétt er að geta þess að miðasala á allar sýningar er þegar hafin og rétt að vera snemma að bóka miða. Dagskrá Leikhúspáska 2010 er svona:

Miðvikudagur
31. mars kl.21.00 HEILSUGÆSLAN í Arnardal – miðasölusími: 860 6062

Fimmtudagur, Skírdagur
1. apríl kl.17.00 EIKIN ÆTTAR MINNAR í Félagsheimili Þingeyrar – miðasölusími: 848 4055
1. apríl kl.20.00 VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA í Edinborg Ísafirði – miðasölusími: 450 5555
1. apríl kl.23.00 VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA í Edinborg Ísafirði – miðasölusími: 450 5555

Föstudagurinn langi
2. apríl kl.17.00 EIKIN ÆTTAR MINNAR í Félagsheimili Þingeyrar – miðasölusími: 848 4055
2. apríl kl.21.00 HEILSUGÆSLAN í Arnardal – miðasölusími: 860 6062
2. apríl kl.21.00 VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA – miðasölusími: 450 5555
2. apríl kl.23.30 HEILSUGÆSLAN í Arnardal – miðasölusími: 860 6062

Auk leikhúspáska er fjölbreytt úrval skemmtunar á Skíðavikunni á Ísafirði einsog sjá má á heimasíðu hátíðarinnar www.skidavikan.is 
Góða skemmtun og velkomin í vestfirska leikhúsið.

{mos_fb_discuss:2}