Leikfélag Hofóss frumsýnir skopleikinn Pókók eftir Jökul Jakobsson föstudaginn 19. mars kl. 20.30. Leikritið var frumsýnt 1961 en þrátt fyrir aldurinn má segja að efni verksins gæti vel átt við í þjóðfélagi nútímans þar sem græðgi og blekkingar eru aldrei langt undan í viðskiptalífinu. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson sem áður hefur sett upp vinsælar sýningar bæði á Hofsósi og Sauðárkróki.

Leikritið fjallar um átök smákrimmans Óla sprengs og Jóns Bramlan, forstjóra Eximport Group. Óli er nýsloppinn af Hrauninu og ætlar sér að verða ríkur á því að framleiða undrasælgætið Pókók en Bramlan forstjóri reynir að sölsa undir sig fyrirtækið. Fjöldi annarra skemmtilegra persóna kemur við sögu og fara tólf leikarar með fimmtán hlutverk í sýningunni.

Sýningar hefjast sem fyrr segir á föstudag og er áætlað að sýna sjö sinnum alls.  Þess má geta að Pókók er með aðdáendasíðu á Facebook þar sem hægt er að nálgast ýmsan fróðleik um uppsetninguna. 

Frumsýning föstudag 19. mars kl. 20.30
2. sýning laugardag 20. mars kl. 20.30
3. sýning þriðjudag 23. mars kl. 20.30
4. sýning laugardag 27. mars kl. 20.30
5. sýning fimmtudag 1. apríl kl. 17.00
6. sýning fimmtudag 1. apríl kl. 23.00
7. sýning mánudag 5. apríl kl. 15.00

Miðaverð kr. 2300 f. fullorðna, kr. 2000 f. ellilífeyrisþega og kr. 1500 f. börn 6-14 ára.

Miðapantanir í síma 893-0220 milli kl. 13:00 og 18:00 sýningardagana.

{mos_fb_discuss:2}