Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn að Sveinbjarnargerði í Eyjafirði dagana 1. og 2. maí 2010. Leiklistarhátíð NEATA, sem haldin verður á Akureyri 10.–15. ágúst, verður undirbúin að kvöldi 30. apríl.

Dagskrá aðalfundar er í lögum Bandalagsins.
Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2009-2010.
Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum.

 

Fundurinn verður settur laugardagsmorguninn 1. maí kl. 9.00 og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 2. maí. Fundargestir eru boðnir  velkomnir seinnipart föstudagsins 30. apríl en þá um kvöldið er fyrirhugað að skoða Menningarhúsið Hof á Akureyri og ræða um leiklistarhátíð NEATA sem við höldum þar í ágúst nk.  Boðið er uppá kvöldverð á undan.

Fundargerð aðalfundar 2009 er hér á leiklist.is undir Bandalagið/Fundir og verður ekki send út.

Dagskrá:

Föstudagur 30. apríl:    
19.00     Kvöldverður
20.00    Skoðunarferð í Menningarhúsið Hof

Laugardagur 1. maí:    
08.00     Morgunverður
09:00    Aðalfundur settur
12:00    Hádegisverður
13:00    Framhald aðalfundar
17:00    Fundarhlé
20:00    Hátíðarkvöldverður
Skemmtidagskrá og samvera

Sunnudagur 2. maí:    
08.00    Morgunverður
09:00    Framhald aðalfundar og fundarslit
12:00    Hádegisverður og heimferð

Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er þriggja stjörnu hótel staðsett á besta stað í Eyjafirði við þjóðveg nr. 1. Öll herbergi eru með símum, sjónvarpi og sér baðherbergi. Þráðlaust internet er í hluta herbergja. Hér er hægt að skoða aðstöðuna: http://www.countryhotel.is/forsida/

Boðið er uppá þrenns konar pakka:
1. Fundarseta og allur matur án gistingar og morgunverðar, kr. 13,900.-
2. Fundarseta, allur matur og gisting eina nótt, kr. 17,100.-
3. Fundarseta, allur matur og gisting tvær nætur, kr. 21.100.-
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 2,900 pr. nótt. en fjöldi slíkra herbergja fer eftir aðsókn.

Tilkynnið þátttöku fyrir 15. apríl og takið fram hvort þið viljið gista og þá hvað margar nætur. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is