Leikfélag Blönduóss frumsýndi gamanleikinn Á svið eftir Rick Abbot í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar í Félagsheimilinu á Blönduósi föstudagskvöldið 26. mars sl. að viðstöddum fjölda áhorfenda. Ekki var annað að heyra en leikhúsgestir hafi skemmt sér hið besta og fögnuðu þeir leikurum, aðstoðarfólki og leikstjóra með miklu lófaklappi í lok sýningar.

Áætlaðar eru fimm sýningar um páskana og eru þær sem hér segir:

þriðjudaginn 30. mars kl. 20.00
miðvikudaginn 31. mars kl.20.00
skírdag 1. apríl kl. 16.00
laugardaginn 3. apríl kl. 20.00
annan páskadag 5. apríl kl. 16.00 – lokasýning