Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn laugardaginn 18. maí síðastliðinn. Staða leikhópsins er góð, mannauðurinn mikill og komandi leikár spennandi. Í sumar verður fjárfest í nýjum staflanlegum áhorfendabekkjum sem koma til með að breyta miklu til hins betra. Stjórn félagsins er áfram hin sama þrátt fyrir kosningu milli frambjóðenda í tvær stöður.
Formaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Varaform. Stefanía Björk Björnsdóttir
Gjaldkeri. Herdís Ragna Þorgeirsdóttir
Ritari. Ása Hildur Guðjónsdóttir
Meðstj. Kristinn Sv. Axelsson
Varastj. Þröstur Jónsson, Þröstur Steinþórsson og Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

Á aðalfundinum var skrifað undir ráðningarsamning við Gunnar Björn Guðmundsson en hann mun leikstýra hópnum á þessu leikári. Ekki hefur verið ákveðið hvaða verk verður tekið fyrir.
Meðfylgjandi er mynd af leikstjóranum og formanninum við undirskrift samnings.