Leikfélagið Skagaleikflokkurinn frumsýndi Sagnakonan, móðir Snorra eftir Óskar Guðmundsson í leikgerð leikstjórans Jakobs S. Jónssonari og leikhópsins. Sýnt er í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi 22. nóv. sl. og voru sýndar 6 sýningar fyrir jól við góðar undirtektir. Nú hefur leikfélagið tekið upp þráðinn að nýju og ætla að sýna nokkrar sýningar.

Þær verða:
Þriðjudaginn 14. jan. kl. 20:00
Fimmtudaginn 16. jan. kl. 20:00
Föstudaginn 17. jan. kl. 20:00
Sunnudaginn 19. jan. kl. 20:00

Lýsingu vann Ingþór Bergmann Þórhallsson, en svið og búninga gerði leikstjóri og leikhópurinn, en hann skipa Erla Gunnarsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Lilja Rut Bjarnadóttir og Þórdís Ingibjartsdóttir.

Miðaverð er 1000 kr. (ath. ekki posi). Takmarkaður sætafjöldi.
Hægt er að fá súpu og brauð á undan sýningu, þarf það þá að koma fram í miðapöntun. Miðapantanir eru í síma 773-8511.