Sunnudaginn 2. október kl. 15:00 verður brúðuleikritið ENGI sýnt í Tjarnarbíói. 

Handbendi – Brúðuleikhús, atvinnuleikhús norðurlands vestra, kynnir Engi, frumsamið brúðuverk fyrir börn 3+, skapað af Gretu Clough.

Sýningin var frumflutt í London síðasta sumar, og hefur verið sýnd um allt England síðan. Engi verður aðeins sýnt nokkrum sinnum á Íslandi og aðeins einu sinni í Tjarnarbíói.

Tíminn breytir öllu. Í mannlausri framtíð er það bara grasið sem man hvernig hlutirnir voru. Komdu að hitta dýrin og skordýrin sem bjuggu á enginu og sjáðu sögur þeirra vakna til lífsins. Brúðuleikhúsið Handbendi endurvekur brúðuleiksýningu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sagan er sögð með frumlegum, handgerðum leikbrúðum og sérsaminni tónlist eftir tónskáldið og söngvarann Paul Mosley sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda í Bretlandi fyrir plötur sínar.

„Grasið man. Það man þig. Það man mig. Og það man eftir dýrunum sem áttu heima á enginu.“ 

„Algjörlega töfrandi upplifun…Brúðuhreyfingarnar eru fyrsta flokks, leikhópurinn er stjörnum prýddur…Óður til heims á hverfandi hveli… mjög áhrifamikið“ (Total Theatre, London)

„Unaðslegt verk, draumi líkast“ (Curious Mum, London)  „Fyrir börn verða leikhúsupplifanir ekki mikið betri.“ (Reviewsgate, London) 

Brúðuleikarar: Samuel Dutton, Greta Clough, Zoe Hunter
Höfundur, leikstjóri, brúðusmiður og framleiðandi: Greta Clough
Tónskáld: Paul Mosely

Hér má sjá stutt kynningarmyndband um sýninguna.