Töfratárið er nýtt íslenskt leikrit eftir Agnesi Wild í leikstjórn hennar verður frumsýnt sunnudaginn 22.11.2015 klukkan 15:00. Töfratárið fjallar um stúlkuna Völu sem þykir fátt skemmtilegra en að leika sér með bangsann sinn. Það er aðfangadagur og móðir Völu sem er læknir þarf að fara í vinnuna. Völu þykir það ósanngjarnt, grætur og bangsi huggar hana. En það sem Vala vissi ekki er að allir bangsar eru gæddir töframátti, og þegar barn grætur tárum sem það á alls ekki að gráta, geta bangsar lifnað við!
Töfratárið er fjörug, falleg og fræðandi sýning fyrir börn frá 3ja ára aldri og fjölskyldur þeirra.
Sýningar verða á sunnudögum kl. 15 (utan 13. des þegar sýningin er kl. 18) fram að jólum.
Miðapantanir eru í síma 566 7788